Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 8
4
SAMTÍÐIN
Vitiö þér þetta ?
Svörin eru á bls. 24.
1. Hver orti þetla:
Engir inenn því orkað fá
og aldrei lieldur munu kunna
að lialda kvenna hjörtum frá
honum, sem þær vilja unna.(?)
2. Hvenær komust Kapetingar til
valda í Frakklandi, og hverjir
létu þá af völdum þar í landi?
3. Hvaða stórpóUtískur atburður
gerðist 27. sept. 1940?
4. Hvað kostaði síðasta styrjöld
Bandaríkin í beinum útgjöldum?
5. Hvað hétu flugvélar þær, er eink-
um var beitt af Bandamönnum í
síðustu styrjöld?
breytt að efnainnihaldi, eins og m. a. má
marka á því, að tannskemmdir voru lítt
eða ekki þekktar fram undir vora daga.
Allt þetta sýnir og sannar, að fáar fæðu-
tegundir, ef þær eru vel valdar, fullnægja
næringarþörf líkamans miklu betur en
margar fæðutegundir, ef þær eru óheppi-
lega valdar. Frá sjónarmiði næringarfræð-
ingsins er það ekki fábreytt fæði að borða
rúgbrauð og smjör eða kartöflur og smjöi
dag eftir dag, ég tala nú ekki um, ef við
það væri bætt ögn af mjólk og nýju
grænmeti.
Og þegar þess er nú gætt, að upp undir
það helmingur af viðurværi nútíma íslend-
inga er einhæf sterkja, þá getur varla
nokkrum manni blandazt hugur um, að
fæðið sé orðið mun fábreyttara en áður
að efnainnihaldi og næringarverðmætum,
úr því lítið eða ekkert hefur verið gert til
að bæta þetta upp á annan hátt. Það er
einungis í matreiðslu, sem fjölbreytnin
hefur aukizt, og það til stórra muna. Það
er engu líkara en að átt hafi að draga
líkamann á tálar með því að færa fæðuna
í þeim mun glæsilegri skartklæði, sem
hún er sjálf fátæklegri.“
SIGURÐUR SKÚLASGN:
Við
Reykjanessröst
ÉG VIL andast við sjó fram,
þar sem land mitt heyr
miskunnarlausa baráttu
við ólgandi reginhaf,
sem er tæki eyðingarinnar,
þungað heimskum fiskum.
• Ég vil hlusta á
ofsalegar stunur þessa hafs,
er það svellur við ströndina
og vötn þess byltast
sem friðlaust óþol
í brjósti einyrkjans,
er berst hefðbundinni
baráttu feðranna
í óþurrkatíð undir haust.
Dysjið mig í flæðarmálinu,
þar sem tryllt hafið sækir á
og reynir að tortima landinu,
er í þúsund ár var
hæli aðkominna höfðingja
og niðja þeirra
í glæsileik, kúgun og endurreisn.
Leyfið mér að rotna í klettagröf
milli staðfastra dranga,
er bjóða byrginn
í stoltri vörn
gegn óvígu afli,
sem holar bergið
og breytir því loks
í dularfullar borgrústir
hins myrka djúps,
en þær munu skarta sægróðri
og gerast hýbýli
undarlegra kvikinda.
Nei, brennið mig í flæðarmálinu
og leyfið ösku minni
að þyrlast á mótum
lands og hafs,
fjarri kyrrstæðu andvaraleysi
þess fólks, sem lifir,