Samtíðin - 01.11.1946, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.11.1946, Qupperneq 9
SAMTtÐIN 5 samþjappað í borgum og þorpum, skammt frá eyðingu annnesja og stranda. Þá mun beljandi brimið svelgja duft mitt, skola því á land og bryðja það á ný. Ég vil öðlast eilífa óró eftir tilgangslaust líf. Sú sé mín hinzta bón. Þá veit ég, að magnlaus rödd mín, sem fjötruð var kytrum tregra heyrenda, mun leysast úr læðingi og öðlast fylling og hljóm við undirleik sogandi brimhljóðs, er berst á válegum nóttum langt inn í land. Og upp af ösku minni rís ferleg vofa, sem birtast mun villingpm, er reika í tvíförli út til hrikastrandarinnar á mótum dags og nætur. Og það hlægir mig, að þeir munu taka til fótanna og þjóta dauðskelfdir til mannheima og samlagast múgmennskunni á ný. Ég vil verða útvörður lands míns. Það sé mitt eilífa líf. f dauðanum vil ég gerast stafnbúi bergnökkvans forna, óháður sögulegri geymd. Og þegar gervallt landið er orðið að óskapnaði á botni hins válega hafs, sem er vopn blindrar eyðingar, mun hið týnda duft mitt öðlast frið og ró í kjalsogi bergnökkvans, er eitt sinn fleytti sundurþykkri smáþjóð, sem hvorki þekkti sinn vitjunartíma né heldur skapadægur sitt, en beið þess í tómlátri auðmýkt, að atómsprengjurnar féllu. (Júní 1946). BERNARD SHAW hefur sagt frá fyrstu viðskiptum sín- um við bókaútgefendurna í Bretlandi á þessa leið: 1 níu ár skrifaði ég skáldsögur og leikrit, án þess að mér tækist að fá nokkurn bókaútgefanda til að koma þeim á framfæri, og meðan verk mín hringsóluðu milli útgefendanna, var ámóta öruggt, að þau mundu elcki komast fyrir almennings sjónir og ég hefði borið þau á bál. Með að- dáanlegri kostgæfni endursendu út- gefendurnir mér undantekningar- laust handritin. En ég vissi líka, hvernig ég átti að haga mér við þá! Eg sendi þeim ritsmíðar mínar jafn- harðan á nýjan leik, með engu minni árvekni en þeir endursendu þær, og að lokum hiaut ég viðurkenningu. Ég hef alltaf litið svo á, að lieimsk- unni og skilningsleysinu séu takmörk sett. Ungir rithöfundar, sem kvarta undan því, að góðar bækur fáist ekki gefnar út, ættu að minnast jiessarar frásagnar Bernards Shaw. Áskrifendur. Tilkynnið „Samtíðinni“ tafarlaust bústaðaskipti. Nýjunganna hag og háttu hafðu þér til sparnaðar. Alls staðar í lekann láttu „Lyon“ vélaþéttingar.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.