Samtíðin - 01.11.1946, Síða 13
SAMTÍÐIN
9
verða risin ný liús af rústum hinna
hrundu, og borgin mun þá verða
miklu fegurri en hún ,var áður.
I London eru tiltölulega miklu
færri skennntistaðir en í ýmsum
minni bæjum, t. d. Kaupmannahöfn.
Dýragarður borgarinnar er fátæk-
legur, og dýrin þar eru ærið sultar-
leg á svipinn. En stranglega er bann-
að að gefa þeim brauð. í einu búrinu
er örn. Hann situr þar, mæðulegur
á svipinn, og virðist trega þá tíð, er
hann mátti líða frjáls, þöndum
vængjum, yfir fjöll og firnindi. Þessi
ókrýndi konungur loftsins minnir
mig á Island. Ihuga mættum við Is-
lendingar það, að með vélabrögðum
var þessi stolti fugl sviptur frelsi
sínu. Af þvi verður hann nú að súpa
seyðið. Örlög hans gætu minnt okk-
ur á, að frelsið er fyrir öllu. En það
skilst ýmsum þvi miður ekki til lilít-
ar, fyrr en þeir liafa glatað sjálf-
stæði sínu.
Nýtrúlofaður maður virtist stund-
um vera í nokkrum vafa um, hve
lieitt unnusta hans elskaði liann og
var J)ví alltaf öðru hverju að spyrja
hana: „Er ég nú áreiðanlegp. fyrsti
maðurinn, sem þú hefur elskað,
Guðfinna?"
Einu sinni leiddist stúlkunni þóf-
ið, og hún anzaði hvatvíslega: „Auð-
vitað, Guðmundur! En hvað þið er-
uð hundleiðinlegir, þessir karlmenn,
allir spyrjið Jnð um þetta sama!“
Sðlyurýdr ^lyurjóniion
hæstaréttarmálaflutningsmaður.
Aðalstræti 8 — Sími 1043
Skrifstofutími 10-12 og 1-6
|JERMAÐUR nokkur kvartaði um
svefnleysi.
Læknir: „Reynið þér að éta eitt-
livað, rétt áður en þér farið að sofa.“
Hermaður: „Nú, en fyrir réttum
sex vikum harðbannaði annar lækn-
ir mér að bragða vott eða þurrt, áð-
ur en ég færi að sofa.“
Læknir: „Drengur minn, það var
nú fyrir sex vikum, en síðan liefur
læknavísindunum fleygt ótrúlega
fram.“
gONA NOKKUR, sem alltaf þóttist
vera veik, fór að hlusta á fyrir-
lestur um vissan nýrnasjúkdóm.
Ekki var hún fyrr komin heim en
hún hringdi til læknis síns og kvaðst
mundu þjást af sjúkdómi þeim, sem
fyrirleslurinn hafði fjallað um.
Læknirinn reyndi að gera kon-
unni skiljanlegt, að þeim sjúkdómi
fylgdu engar þjáningar.
„Ég veit það,“ anzaði konan, döp-
ur í bragði, „en ég hef heldur ekki
votl af þjáningum.“
KEYSERLING: „Þegar maður fær
óskir sínar uppfylltar, eru þær um
leið úr sögunni, en með þeim er einn-
ig líf mannsins úr sögunni. Sá, sem
á sér engar óuppfylltar óskir, hefur
lokið lífi sínu.“
Beztu kaupin
gera allir í verzlun
Guðjóns Jónssonar
á Hverfisgötu 50.