Samtíðin - 01.11.1946, Page 14

Samtíðin - 01.11.1946, Page 14
10 SAMTÍÐIN 13B.5AGASAMTÍÐARINNAR sAlin Þetta er seinasta smásagan, sem Selma Lagerlöf skrifaöi, og birtist hún ekki fyrr en eftir andlát skáldkonunnar. IfTI Á víðáttumikilli, eyðilegri heiði v stendur berklahæli. Þarna sést ekki neitt annað hús, engin mis- hæð, enginn trjágróður, svo langt sem augað eygir. Útsýnið getur með réttu talizt mjög tilkomumikið, ó- endanlegt, en það er jafnframt öm- urlega tilbreytingarlaust. Það er ekki langt til sjávar. Að vísu sést hafið ekki frá heilsuhælinu, en nálægð þess dylst þó ekki sakir hins raka vindar, sem næstum ávallt næðir um heið- ina og aldrei virðist geta lægt. Á allri þessari víðáttumiklu heiði vex lyng, sem nú er i fullum blóma, og í hnipri milli lyngþúfnanna situr sál, vesalings lítil mannssál. Hún er dáin og hefur hyrjað nýtt líf fyrir fáeinum klukkustundum. Nú húkir liún hér undir lynginu og er að reyna til að átta sig á hinni nýju tilveru. Hún vei't fullvel, að hún er dáin. Hún man glöggt allt, sem gerzt hef- ur. Það er ekki lengra en síðan í gær, að hún lá sjúk í læknisbústaðnum, sem stendur alveg lijá stóru lieilsu- hælisbyggingunni. Þessi dauða sál minnist þess greinilega, hún hefur verið gift fyrrverandi yfirlækninum við heilsuhælið. Þess vegna bjó hún í læknisbústaðnum. En vesalingurinn hin framliðna og maður hennar hafa ekki átt þar lengi heima, aðeins nokkra mánuði. Skömmu eftir að þau höfðu flutzt þangað, veiktist maðurinn af kyn- legum sjúkdómi, tærðist upp og' dó, án þess að nokkur maður svo mikið sem kannaðist við heitið á sjúkleik þeim, er dró hann til dauðá. Bæði börnin þeirra urðu sama sjúkdómn- um að bráð og burtsofnuðu, án þess að nokkuð yrði að gert. Að lokum hafði hún sjálf telcið veikina, með nákvæmlega sama liætti og maður liennar og börn á undan lienni. Og nú hefur liún látizt um sjöleytið þennan morgun. Einhver, hún veit ekki liver, kom inn í sjúkrastofuna, laut yfir hana, lyfti henni með mik- illi varfærni og ótta við að gera lienni mein upp úr rúminu og bar liana út á hina víðáttumiklu heiði. Allan tímann hafði liún vitað af sér. í sömu andránni og farið var hurt með hana, sá hún, að lijúkrun- arkonan, sem liafði vakað við rúmið hennar, spratt upp og starði með mikilli skelfingu á hrejTingarlausan líkama, sem lá endilangur undir á- breiðunni. Sálinni hafði skilizt, að þetta væri líkaminn, sem verið liafði bústaður hennar i lifinu, og þar sem sáhn Iiefði yfirgefið hann, væri liann nú liðið lík. Sálin liugleiðir þessa atburði hvað eftir annað, eins og til að hugfesta enn betur, að liún sé dáin og svipt liinu jarðneska. Hvað sem þvi líður, vill svo til nokkrum sinnum, að smá- vægilegum ánægjuefnum og ámóta

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.