Samtíðin - 01.11.1946, Page 29

Samtíðin - 01.11.1946, Page 29
SAMTÍÐIX 25 Islenzkar mannlýsingar XVI. EINAR H. KVARAN segir um Gest Pálsson: „Það er álitamál, hvort Gestur Pálsson hefur ekki verið fyndnastur íslenzkur rithöfundur að fornu og nýju. Hann er að minnsta kosti í hópi fyndnustu mannanna. Fyndnin er auðvitað nokkuð beiskjublandin, en hann átti ógrynnin öll af henni. Ég held, að mér hafi þótt hann skemmlilegasti maðurinn, sem ég hefi verið með, þegar hann naut sín að fullu. Því olli fyndnin. Lífið varð glampandi af skringilegu mannviti í viðtali við hann. Það var út af end- urminningum um þær stundir, að þessar línur urðu til: „Og landið varð skinandi’ af ljósi og von og líf okkar ríkt eins og Salómon, þótt ættum við ekkert að borða.“ En það var ekki fyndnin ein, sem gat dregið menn að honum. Það var annars ekkert auðvelt að átta sig á Gesti Pálssvni. Hann var fremur torskilinn, enda voru þeir víst nokkuð margir, sem ekkert skildu í honum. Hann, sem hafði jafn-mikið af brjóstgæðum, viðkvæmni, með- aumkvun, hafði jafnframt, eða taldi sjálfum sér trú um, að hann væri fullur af mannfyrirlitning. Ég býst jafnvel við, að ef hann hefði verið spurður, hver væri sú aðaluppspretta Meðal annars: CREAM CRACKERS Marie Milk Piparkökur KREMKEX Stjörnukex SALOON Björgunarbátakex Þverholti 13. Símar: 3600, 5600. Esjukex er yðar kex. Vélsmiðjan Sindri [jverfisgötu 42 Sími4722 Alls konar járnsmíði og vélaviðgerðir. fyrir sjávarútveg, iðnað °g landbúnað.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.