Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 6
2
SAMTÍÐIN
NYR BÓKAFLOKKUR:
Handbókasafn Helgafells
Helgafell hefur nú hafið útgáfu nýs flokks úrvalsbókmennta.
Heitir hann HANDBÓKASAFN HELGAFELLS, og'koma í hon-
um bækur um vísindi, tækni, uppgötvanir og ýmislegt, sem er
skylt þessu. Hefur verið valið i þennan útgáfuflokk með sérstöku
tilliti til íslenzkra aðstæðna og með það fyrir augum, að bækurn-
ar gætu veitt fróðleik og gert gagn.
Fyrsta bókin í þessum flokki er:
Á morgni atomaldar eftir Helge Tyrén
Hér er um stórmerka bók að ræða, sem vakið hefur mjög
mikla athygli, enda komið út í mörgum upplögum. Efninu er
skipt í nokkra kafla, og er gerð grein fyrir þessum vísindum frá
upphafi til vorra daga á svo skýran hátt, að allir geti fylgzt með.
Kaflarnir heita:
Atómhugtak fyrri alda.
(Fornöldin. Miðaldir. Siðari aldir.)
Atómhugtak 19. aldar:
(Dalton. Tilgáta Prouts. Frumefnakerfið. Rafmagnseindir
efnisins.)
Atómhugtak nútímans:
(Upphaf rafeindakenningarinnar. Thomson uppgötvar raf-
eindina. Becqueril uppgötvar geislaverkunina. Uppgötvun
atómorkunnar. Ernest Rutherford uppgötvar atómkjarnann.
Bohr endurbætir atómkenningu Rutherfords. Henry Moseley.
Hnúturinn leystur með orkuskammtakenningunni. Samstæð
frumefni fundin. Magnrofsmælirinn endurvekur kenningu
Prouts. Hugleiðingar Astons. Fyrirlestur Rutherfords, Upp-
spretta atómorkunnar finnst.)
Gerð atómkjamans:
(Rutherford segir fyrir um nevtróna. Einingin leyst upp í
fjöld. Iiugleiðingar Diracs. Innra jafnvægi atómanna raskað.
Kjarnbreyting úrans uppgötvuð. Atómsprengjan.)
Á morgni atómaldar.
Allar bækur Handbókasafnsins fást jafnóðum og þær koma út
í öllum bókaverzlunum. Hverja er hægt að fá út af fyrir sig.
HELGAFELL Garðastr. 17. Aðalstr. 16. Laugaveg 100. Njálsgötu 64