Samtíðin - 01.04.1947, Síða 7

Samtíðin - 01.04.1947, Síða 7
SAMTiÐIN Apríl 1947 Nr. 131 14. árg., 3. hefti SAMTfÐIN kemur mánaðarlega, nema i janúar og ágúst. Árgjaldið er 20 kr. og greið- ist fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er. Úrsögn er bundin við áramót. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, sími 2526, pósthólf 75. Áskriftar- gjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, Bókabúð Aust- urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstíg 29. Prentuð í Félagsprentsmiðjunni. JJKKI HEFUR verið rætt öllu meira um nokkurt vandamál undanfarið í íslenzk- um blöðum og manna á milli en húsnæðis- vandræðin í bæjum hér á landi og þó einkum í Reykjavík. Þetta er sannarlega ekki ófyrirsynju, því að vitað er, að ýms- ar svokallaðar íbúðir fólks í höfuðstaðn- um eru með öllu óviðunandi. Húsnæðis- eklan í bæjunum hefur að verulegu leyti orsakazt af fólksstraumnum úr sveitum landsins. Þar vantar fólk, og þar er nóg húsnæði. En straumurinn hefur lagzt það- an í bili, m. a. vegna atvinnuframboðs í kaupstöðunum. Vonandi leggst fólks- straumurinn aftur út í sveitirnar, án þess að neyðin knýi fólk þangað. Þar þótti áð- ur fyrr gott að vera, og sú er trú margra, að þar bíði nýrrar kynslóðar mikil og merkileg viðfangsefni og í alla staði æski- leg aðstaða til nútíma-menningarlífs. Orðið húsnæðisvandræði hefur hlotið merkinguna: skortur á húsaskjóli eða full- komlega ósæmilegar íbúðir. En í sambandi við húsnæði eru mörg vandræði eða vanda- mál önnur en húsnæðisskortur. Sannleik- urinn er sá, að mikill hluti íslenzku þjóð- arinnar býr í frámunalega óheppilegum íbúðum. Byggingarmenning okkar í nú- tímaskilningi er ung. Ýmsum húsameist- urum virðast einatt hafa verið mislagðar hendur, er þeir hafa átt að gera uppdrætti að hentugum íbúðum. Þeir hafa allir verið karlmenn, og það er mjög áberandi, hve lítt sjónarmiða hinna hagsýnu húsmæðra, sem ágallar íbúðanna mæða þó langmest á, hefur hér gætt. Dærai eru til þess, að lærður íslenzkur húsameistari, sem sjálf- ur var stór vexti, gerði ráð fyrir svo háu eldhúsborði, að það náði meðalkvenmanni upp í brjóst! Þegar væntanleg húsmóðir kom inn í þetta hús nýbyggt, bað hún hástöfum guð að hjálpa sér, er hún sá alla agnúana á íbúðinni. Hún hafði ekki haft aðstöðu til að fylgjast með smíði húss- ins, og húsameistari og eiginmaður henn- ar höfðu ekki talið þörf á því að kveðja hana þar til ráða sérstaklega. Úr verstu ágöllunum var bætt með kostnaðarsömum breytingum. Aðrir urðu ekki lagfærðir, og vesalings konan lét sér um munn fara þessi orð: „Það er ég viss um, að þetta nýja hús gengur, áður en varir, af mér dauðri!“ Það mun mála sannast, að fátækt og fá- kunnátta íslendinga hafi lengst af ráðið miklu um það, hve ómannsæmandi og ó- heppilegar íbúðir þjóðin hefur átt við að búa. Hitt er bó enn dapurlegra, að mörg af viðhafnarhúsunum, sem reist hafa ver- ið á síðustu árum, eru einnig geysi örðug og óhentug til íbúðar. Er illt til þess að vita, að mörg íslenzk húsmóðir heyr nú vonlitla baráttu við sjálfskaparvíti íbúðar sinnar, þótt fremur megi segja, að hún búi í höll en hreysi. Mig minnir, að það sé haft eftir Spán- verjum, að fyrsta hús, sem maður byggi, sé að jafnaði svo óheppilegt, að ætla mætti, að hann hefði reist það handa svörnum fjandmanni sínum. Næsta hús, sem hann reisi, verði að vísu skárra, en ekki sé það fyrr en í þriðju atrennu, að honum takist að koma sér upp heppilegu hús- næði. Þetta er víst, illu heilli, sízt fjarri sanni. f sambandi við íbúðir á eitt sjónar- mið að vera drottnandi: að íbúðin sé þægileg. Fólk, sem keppist við að hafa stórar íbúðir, ætti að hugleiða tvennt: að

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.