Samtíðin - 01.04.1947, Side 9
SAMTÍÐIN
5
MERKIR SAMTÍÐARMENN
Sigurður Þórðarson tónskáld er fæddur á Gerðhömrum i Dýra-
firði 8. apríl 1895. Foreldrar: Séra Þórður ólafsson, síðar prófast-
ur á Söndum, og María ísaksdóttir, kona hans. — Sigurður lauk
prófi úr Verzlunarskóla íslands 1915. Snemma hneigðist hugur
hans að tónlist. Á árunum 1916—18 stundaði hann nám við Tón-
listarskólann i Leipzig með fiðluspil að sérgrein. Kynnti sér
karlakórsöng i Þýzkalandi og Austurríki árið 1927. Sigurður hef-
ur verið mjög mikilvirkur i isl. tónlistarlífi, enda þótt allt það
Sig. Þórðarson starf hafi verið unnið i tómstundum. Hann
stjórnaði karlakórnum „Þröstum" i Hafnarfirði
1924—26. Stofnaði 1926 „Karlakór Reykjavíkur"
og hefur stjórnað honum síðan. Hefur sá kór
látið mikið til sín taka, haldið fjölda sam-
söngva og farið þessar söngfarir til útlanda: Til
Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar 1935, til Dan-
merkur, Þýzkalands, Austurríkis og Tékkósló-
vakíu 1937 og loks til Bandarikjanna og Kanada
1946. Söng kórinn í þeirri för samt. 56 sinnum
við frábærlega góðar undirtektir, og var hér
um mjög giftusamlega kynningarför að ræða.
Tók förin nál. 2Mi mánuð. Sigurður er athygli-
vert og vinsælt tónskáld. Af tón-
Greer Garson
Greer Garson,
hin heimsfræga
kvikmynda-
leikkona, er
fædd á Norð-
ur-lrlandi 29.
sept. 1902. For-
eldrar hennar
fluttust til Lon-
don, er hún var
barn að aldri.
Hún varð stúd-
ent og las bókmenntasögu við
háskólann i London. Ákvað sið-
an að gerast leikkona og gekk i
leikflokkinn: Birmingham Re-
pertory Co. Fór seinna til
Hollywood, en hlaut þar meiðsl
og var frá verki um langt skeið.
Er nú mjög vinsæl kvikmynda-
stjarna. Gift leikaranum Rich-
ard Ney.
Robert Taylor, hinn vinsæli,
Robert Taylor
ameriski kvikmyndaleikari, er
fæddur í Nebraskariki. Heitir réttu nafni Spangl-
er Arlington Brugh og.er læknissonur. Taylor
ætlaði að verða læknir, en i skólaleik einum
vakti hann slíka aðdáun, að hann ákvað að
gerast leikari. Nú er hann löngu heimsfrægur
fyrir leik sinn í fjölmörgum kvikmyndum.
A. Beverley Baxter er mjög kunnur ritstjóri,
rithöfundur og stjórnmálamaður i Bretlandi.
Hann er fæddur í Toronto og er nokkuð á sext-
ugsaldri. Tók þátt i heimsstyrjöldinni 1914—18
með Kanadahernum. Varð eftir striðið ritstjóri Baxter
við stórblöð Beaverbrooks: The Daily Express
og Sunday Express í London. 1935 var Baxter kosinn á þing, sem
fulltrúi ihaldsmanna í Wood-Green kjördæmi. Hefur ritað ýmsar
bækur, m. a. sjálfsævisögu og snjallar smásögur.
Fredrik Böök prófessor er einn af fremstu bókmenntafræðingum
Svia og snjöllustu rithöfundum á Norðurlöndum. Fæddur í Krist-
ianstad 1883. Hlaut doktorsnafnbót við háskólann í Lundi árið
1907. Var síðan dósent í bókmenntasögu í Lundi, en gerðist
prófessor þar 1920. Árið 1921 varð Böök bókmenntalegur starfs-
maður við Svenska Dagbladet í Stokkhólmi, en búsettur i Lundi.
Kjörinn meðlimur Sænsku akademíunnar 1922.. Böök hefur sam-
ið fjölda merkra fræðirita og mjög læsileg ritgerðasöfn.
verkum hans má nefna: Hátið-
arkantötu 1930, Forleik fyrir
hljómsveit, óperettuna 1 álög-
um (við texta eftir Dagfinn
bónda), Hátiðamessu, en auk
þess mörg sönglög fyrir karla-
kór, einsöngslög, pianó- og org-
elverk. — Sigurður hefur síð-
an 1931 verið skrifstofustjóri
Ríkisútvarpsins. Hann kvænt-
ist árið 1927 Áslaugu Sveins-
dóttur, búfræð-
ings frá Hvilft
í önundarfirði,
Árnasonar. Sig-
urður hefur að
maklegleikum
verið sæmdur
riddarakrossi
liinnaríslenzku
fálkaorðu fyrir
tónlistarstörf
sín.