Samtíðin - 01.04.1947, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.04.1947, Qupperneq 10
6 SAMTÍÐLN ^ónatan ^ónaon : HEIMÞBÁ Er óma kveldsins klukkustrengir í kyrrð og ró og hálfur máni leggur linda um land og sjó og norðurljósin bliki bregða um bláan geim, ég stend við gluggann litla í leiðslu, mig langar heim. Mín fagra sveit með flos i dölum og fjarðarró, með hlíðar, engi, hamrasali og holt og mó. Þar dalamóðan voðir vefur um vötnin kvik, er eygló gyllir unnir svalar við aftanblik. Er brenna kveldsins arineldar um yztu mið. Þá hjúpast eyjar aftanbláma og öldusvið. En lognslétt móða leggur hulu um ljósgræn tún. Og grisjótt ský sinn fjötur festa við fjallabrún. Og sumarnóttin barm með bleikan af byggðum rís, er svífur yfir sæbrött fellin mín sólardis. í logni eldur tíbrár tindrar um Tindastól, og daggarbál í lyngi logar um laut og hól. Þá varpa hlíðar elfueimi við árdagsglóð, og fossinn slær á stiilta strengi sinn stolta óð. Um fjallageima fálkar sveima með frána brá, er hljómar blandast blænum þýða um bláloft há. Þá vaknar líf af værum blundi um vog og strönd. Á firði svífa siglufákar með seglin þönd. Við lagnir hafsins málmtröll móka i morgunblæ, er sólin marargrundum gefur sín gullnu fræ. Ér litfrjó grund með laufskrúð angar á ljósri tið, mig langar heim um lagarslóðir og loftin víð. í sæluvarma sofa byggðir við sundin blá, en þar er allt, sem andinn girnist og augun þrá. Þar er sú dís, er dáðir vakti og djarfan hug, við margra alda sigursagnir um sæmd og dug, við ógnarbranda elds og víga og örlög köld. Þar átti þjóð á Hólum heilan sinn hinzta skjöld. Og stoltar sálir höfuð hefja með horskum dug, því ýmsir liðnir logar vaka í lýðsins hug, og Arasonar eldur brennur við ást og vín, en ættarljómi Ásbirninga úr augum skín. Ég skil þau mögn, er hjartað hyllir og hugur leit, því gimsteinn vorsins glóir skærast í glæstri sveit. Ég horfi í norður, himinn lykur um hamrajörð, og kveð við mánans kynjabirtu minn kæra fjörð. Nú er bezt að halda heim, herðir vind og snjóinn. Fossberg hefur fengið reim fyrir dynamóinn.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.