Samtíðin - 01.04.1947, Page 19
SAMTÍÐIN
15
hundruð milna frá landi, haldandi
dauðahaldi í björgunarhring og star-
andi sárum, dauðþreyttum augum
gegn stormi og sjávargangi í leit að
skipi. Haglélið lamdi þau í andlitið,
og öðru hvoru færðu stórar öldur
þau í kaf. Maxine horfðist aftur í
augu við Arinsky. „Það er að ske,“
sagði hann. Það var engu líkara en
hann hefði lesið hugsanir hennar.
„Vinir okkar verða úteygir af undr-
un, þegar við lýsum þessu. „Ég er
sjálf orðin úteyg,“ sagð Billie Bowen
glottandi. Tíminn drattaðist áfram.
1 klst., 2 ldst., eða voru það kannske
2 aldir? Samtalið varð sundurlaust,
dó út, lifnaði ögn við aftur. Maxine
sá nú nýja mynd fyrir hugsþotssjón-
um sínum. Það var andlit, karl-
mannsandlit, frítt, festulegt, með
dásamleg augu. Þessi augu horfðu
uú á hana eins og oft áður síðustu
tvö árin, ásakandi og tortryggnis-
lega. Hún vissi, að hann áleit hana
kaldlynda og grimma. Hilary Mars-
hall hataði hana ekki eins og Brent
gerði, en hann var næstum eins
strangur i dómum sínum um hana.
Hvað mislíkaði honum nú? Efaðist
hann um hugrekki hennar? Enginn
hafði nokkum tíma efazt um það.
Hann var óánægður með eitthvað,
hvað sem það nú var, og það var
eins og að vera fastur í skrúfstykki,
að geta ekki hreyft sig, að finna þessi
augu stara spyrjandi á sig. Hún
reyndi að hrista þetta af sér og
hugsa um eitthvað annað. Þetta var
miklu verra en matborðið. öldurn-
ar urðu stærri og stærri, en það var
ekki sérlega kalt. Það var að dimma.
Spensley fór aftur á sinn stað í
hringnum. Hann var mjög þreytu-
legur.
Maxine var orðin þreytt og leið
illa. Hana svimaði, þegar hringurinn
hreyfðist upp og niður í sjónum. Til-
hugsunin um, að augu Hilary Mars-
halls hvíldu á henni, gerði hana
hrædda. Hún vildi ekki deyja. Hún
leit á Brent. Það var langt síðan hann
hafði sagt orð. Á honum var ekki
annað að sjá en að liann tæki þess-
um erfiðleikum með jafnaðargeði.
Sama máli virtist gegna um frú For-
sythe. Næst varð henni litið til Car-
rillo, sem var beint andspænis henni.
Hún horfði andartak á hana og hélt
svo áfram að stara út í bláinn. Max-
ine greip andann á lofti. Þetta and-
artak, sem þær horfðust í augu, vai’ð
henni ljóst, að hjá Carrillo var öll
von úti. öi-vinglunin skein úr þeim.
Þegar Carrillo sá skilning og samúð
í svip Maxine, sagði hún: „Ég er
hrædd um, að ég verði félögum min-
um til byrði. Ég er að gefast upp.
Ég hef unnið meir en kraftar mínir
leylðu síðastliðið ár. Hjartað er bil-
að. Ég er að fá kast núna, en hef
engin meðöl. Hún beit á vöi’ina, og
ósegjanlegur kvalasvipur markaði
rétt sem snöggvast andlit hennar.
„Ég vil ekki vera til óþæginda. Skil-
ur þú það, Boris?“ Það vottaði fyr-
ir di-ottnunargirni í röddinni. „Láttu
mig ekki verða þeim til óþæginda,
sem þegar hafa meii-a en nóg gð
bera.“ Allt í einu féll hún fi’am yfir
sig, greip annarri hendi um hálsinn,
sleppti handfanginu og sökk. 1 sama
vetfangi þyrlaðist sjói’inn upp kring-
um björgunai’hringinn. Allir stungu
sér eftir henni. Hai’dy flugmaður