Samtíðin - 01.04.1947, Síða 20

Samtíðin - 01.04.1947, Síða 20
16 SAMTlÐlN hrópaði reiðilega: „Farið hvert ásinn stað, fíflin ykkar! Þetta á ég að gera. Ég hef náð henni. Hvert á sinn stað, segi *ég! Þið lika, ungfrú Perry og ungfrú Bowen. Þið flækizt livert fyr- ir öðru og lendið i vandræðum.“ Maxine og Billie voru komnar á siim stað í hringnum, hæglátar og hlýðn- ar. Þeim synda verður það ósjálfrátt að reyna að bjarga þeim, sem er að drukkna. Brent og Forsythe voru nú líka komnir á sinn stað í hringnum. Arensky hélt sig hjá flugmanninum og þremur af áhöfninni. Allir héldu þeir hinum meðvitundarlausa líkama dansmeyjarinnar uppi og gerðu sitt ítrasta til að hjálpa henni. En allt kom fyrir ekki. Hinir sneru sér und- an og lokuðu augunum. Eftir örfá andartök var því lokið. Maxine beit á jaxlinn. Þetta voru aðeins örfá örlagarík andartök. Arensky lirópaði ofsalega og skrækróma: „Þið megið ekki sleppa henni! Þið megið það ekki!“ „Gætið yðar, maður! Verið rólegur", svaraði flugmaðurinn. Arensky æpti aftur ofsalega: „En þetta er Carrillo! Þetta er Carrillo!“ „Hún er dáin. Það er skylda okkar að gæta þeirra, sem eftir lifa. Littu eftir honum, Warren. Þetta er sannkölluð martröð.“ Max- ine hélt sér með vinstri hendinni, lét hægri handlegginn hvíla á bjarg- hringnum og huldi andlitið í hand- arkrikanum. Hún lokaði augunum og hefði helzt óskað að geta lokað eyrunum hka, svo að hún þyrfti ekki að heyra þessi öi'væntingaróp. Eftir stutta stund heyrði hún Brent hvísla: „Þetta er ömurlegt, en því er senn lokið.“ „Hvað er að gerast?“ „Wax-ren er að fara með líkama Carrillo á annan stað. Það er ekki nema sjálfsagt, en fyrst varð hann að slá Ai-ensky í rot, til þess að þagga niður i honum.“ Maxine leit ekki upp, og Brent sagði ekki meira. Það var eins og liún liði eitthvað út í geiminn. Hún heyrði hvorki né sá. Þegar hún loks kom til sjálfrar sín og lyfti höfðinu, var lxægri handleggur hennar svo dofinn, að hún gat ekki hreyft hann. Hún leit undrandi kringum sig. Það var næstum orðið dimmt. Stormur- inn æddi, og öldurnar urðu stærri og stæri'i. Brent var að nudda handlegginn á henni með vinstri hendinni. „Líður yður betur?“ spurði hann. „Hef ég vii'kilega sofið?“ anzaði Maxirie. „Nei, þér voruð meðvitundarlaus- ar — blessunai'lega óvitandi um það, sem var að gerast — góða stund.“ Hér var orðin einhver bi'eyting. Það vantaði einhverja i liringinn! Cai’rillo, já auðvitað, en Arensky. „Hvar er Arensky?“ spurði liún. Það tjáði ekki annað en að segja sannleikann. „Carrillo kom aftur. — Það vakti glundroða.“ „Kom aftur? Hvað eruð þér að segja?“ „Hana rak hingað aftur. Warren hafði ekki farið nógu langt með hana og hafði skilið hana eftir í sti-aumi, sem har hana hingað. Hana rak að ungfrú Lugano. Það var eins og henni væri ýtt milli hennar og Ar- enskys. Þau ætluðu alveg að sleppa

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.