Samtíðin - 01.04.1947, Page 21

Samtíðin - 01.04.1947, Page 21
SAMTÍÐIN 17 sér. Það gat enginn veitt þeim neina aðstoð. Allir eru svo þreyttir. Én nú er Hardy farinn með Carrillo. Hann fer nógu langt með hana. Arensky heimtaði að fá að fara með.“ Hún sá ekki vel framan í hann, en það var einhver hreimur í rödd hans, sem kom henni til að spyrja hann, hvenær þetta hefði gerzt. „Um fimm-leytið, það er að segja, það er aðeins ágizkun. Hvað gizkið þér á, að klukkan sé núna?“ „Rúmlega sex, býst ég við. Og þau eru ekki komin aftur,“ hvíslaði hún. „Ekki enn þá. En sjáið þér til, í þessari birtu ... Warren, Stokes og Spensley fóru að líta eftir þeim. Þeir áttu bágt með að komast til okkar aftur, en þeim tókst það þó.“ „Þá eru þrír farnir!“ hrópaði Max- ine í örvæntingu. „Svona nú. Verið þér rólegar. Ekki koma hinrnn úr jafnvægi aftur. Ung- frú Norris og ungfrú Bowen eru prýðilegar, en þær guggnuðu báðar um stund, þegar okkur var orðið ljóst, að öll von væri úti um, að flug- maðurinn og Arensky kæmu aftur. Warren vildi ekki leyfa okkur For- sythe að fara. Frú Forsythe er mjög dugleg, en hún er orðin þreytt.“ „Hefur ekkert skip komið i ná- munda við okkur allan þennan tíma?“ „Hægfara olíuskip fór svo sem 85 mílnr frá okkur. Við sáum líka ann- að sldp, en það var líka of langt frá okkur. Það sá okkur ekki heldur. Það tók á taugarnar, að sjá það hverfa á burt.“ Það varð löng þögn. Maxine heyrði frú Forsythe tala við mann sinn og hann svara, en hún heyrði ekki orða- sldl. Svo hækkaði frúin róminn og kallaði: „Hvernig líður yður, ungfrú Bowen?“ „O, ég er langt leidd, en lafi þó enn.“ „Bilhe er ágæt!“ kall- aði Wan-en. — Hann hafði flutt sig í stað Hardys að hlið frú Forsythe. „Billie var eins og heil móttöku- nefnd, þegar við komum aftur. Það vantaði ekki einu sinni hátiðasöngv- ,ana. En við vorum þvi miður ekki menn til að taka því eins og vert, var.“ „Það er svo sem ekki í fyrsta skiptið, sem áheyrendurnir kunna ekki að meta mig,“ sagði Billie með uppgerðarhlátri. Maxine fannst hún þurfa að lialda samræðunum uppi. Hún sneri sér að Brent og sagði: „Ég hef hlotið að vera til mildlla óþæginda. Þér hafið verið dásamlegur.“ „Það er vopnahlé,“ anzaði hann önugur. „Látið það ekki villa yður.“ Þessu tók ekki að svara. Eftir stundarkom kallaði Billie Bowen: „Þetta er verra en martröð!“ Einhvers staðar utan úr myrkrinu svaraði Florence Norris: „Látið ekki hugfallast, ungfrú Bowen. Við sækj- um öll styrk til yðar.“ „Hvernig get ég veitt nokkurn styrk — ég, sem er búin að fá krampa.“ Rödd Billies var orðin hljómlaus, og henni var erfitt um mál. Enn leið nokkur stund. Maxine heyrði rödd sjálfrar sín eins og úr fjarska. „Ég heyri hrim- hljóð, þungt brimhljóð. Er nokkur eyja hér nálægt?“ „Ekki nema okkur hafi rekið til Kuba,“ anzaði Brent þunglega.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.