Samtíðin - 01.04.1947, Síða 28
24
SAMTÍÐIN
íslenzkar
mannlýsingar XX.
RÓFESSOR Jón J. Aðils lýsir
einum svipmesta manni Islend-
ingasögunnar, Skúla landfógeta
Magnússyni, á þessa leið:
„Að ytri ásýndum bar Skúli
Magnússon eigi mjög af öðrum sam-
tíðarmönnum sínum, en nokkuð
hafði hann við sig, það er ósjálf-
rátt vakti athygli manna og eftir-
tekt, svo flestum varð starsýnt á hann
í fyrstu. Hann var með hærri meðal-
mönnum á vöxt, réttvaxinn, sívalur
og hvelft brjóstið, handsmár og vel-
limaður, hvikur mjög í öllum hreyf-
ingum, skinnræstinn og hörunds-
bjartur, toginleitur og bólugrafinn
mjög, varamikill og þó eigi munn-
ljótur, fráneygur og svarteygur,
svipmikill og stórhöfðingleitur og
svipurinn nokkuð áhyggjufullur.
Hann var flestum mönnum hvell-
rómaðri, en seinmæltur og var sem
hann hiti ó vörina, er hann talaði.
Enginn var liann sérlegur burða-
maður, en þolinn, þrautseigur og
heilsugóður. Varð honum því nær
aldrei misdægurt fyrri en nokkuð
á efstu árum sínum, og má það
furða heita um mann, er átti jafn
erfiða og ónæðiSsama ævi. Við-
hafnar- og skartsmaður var liann að
sönnu, þótt eigi bærist hann milcið
á hversdagslega hvorki í klæðahurði
né öðru. Hann var maður hreinlátur
og reglufastur og hinn kurteisasti í
látbragði, en þó fráleitur ’öllu lát-
æði og affarasniði. Hann var meðal-
lagi glaðlyndur og heldur fálátur og
Egill Árnason
Hafnarhúsinu. Sími 4310.
Selur:
Jám og stál til iðnaðar.
Vélar fyrir jám- og
blikksmiði.
Verkfæri alls konar.
Brennigólfborð (Parket).
Kvarz.
Hrafntinnu.
Silfurberg o. fl. til hús-
húðunar.
H p
SÍöKLÆÐAGERÐ ISLANDS
Reykjavík
Framleiðir neðantaldan
varning:
Almenn gul olíuklæði
fyrir konur og karla
Svartar olíukápur
fyrir karla og drengi.
Vinnuvettlinga, ýmiskonar.
Kápuvarning af ýmsu tagi
fyrir konur, karla, telpur
og drengi, úr margs konar
efnum.
H p
sjöKLÆÐAGERÐ ISLANDS
Reykjavík
Símar 4085 & 2063.