Samtíðin - 01.04.1947, Qupperneq 29

Samtíðin - 01.04.1947, Qupperneq 29
SAMTÍÐIN 25 þögull hvei’sdagslega, en þó veitinga- samur, einkum við vini sína, og ör- látur og í'ausnarlegur í öllum tillög- um og útlátum. Þegar vinir hans tóku hann tali, var hann ræðinn og skemmtilegur, og gat þá oft verið bæði gamanyrtur og gagnyrtur, og jafnvel stundum meinyrtur, er svo bar undir, en glens allt og léttúð var honum fjarri skapi. Eigi mátti Skúli heita lærður mað- ur, en hann unni lærdómi og listum og mat mikils þá merm, er báru af öðrum í þeirn efnum. Er það eitt meðal annars, er bendir til þess, hve mikill menntavinur hann var, að hann átti rúm 1300 bindi af bókum ýmislegs efnis og á ýmsum tungu- málum, og má það mikið kalla á þeim dögum. Sálargáfur hafði hann miklar og góðai’, var skai’pvitur og svo athugull og framsýnn, að hann var af mörgum talinn forspár. Með aldrinum aflaði hann sér allmikillar þekkingar í ýrnsum greinum, eftir þvi sem honum gáfust föng á i ann- riki sínu og erfiði. 1 lögum var hann einkar vel að sér og bar gott skyn á stjórnarmálefni. — — — Þótt mörgum kunni undarlegt að þykja, var hann mest gefinn fyrir að lesa guðfræðisbækur, einkum trúfræðis- bækur eða biblíuskýringar, og er það mál manna, þeirra er ritað hafa um hann, að hann hafi verið maður eink- ar trúhneigður eða eðlisfai’i.-------- Heldur þótti Skúli jafnan upp- stökkur og reiðigjarn, en stillti þó allvel orðum sínum, er hann var ó- drukkinn og var ei uppnæmur fyrir, þótt hann væri borinn ýmsum sök- um. En við öl var hann órór og orð- Þegar þér kaupið skóáburð, þá munið HIUCGET Heildsclubirgðir. H. Ólafsson & Bernhöft.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.