Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 2), Bjö, 'n s-4 uóóon. —J'fucjarlu rÁnr °9 ifaan Sauðadalur í Bláfjollum iíér hefst flokkur 10 greina, sein dr. B.jörn Sigfússon liáskólabókavörður hefur skrifað fyrir Samtiðina. Efni greinanna verða bæði frumleg og ný- stárleg, og nafn höfundar eitt er trygg- ing fyrir þvi, að hér sé á ferðinni lcstr- arefni, sem enginn ætti að láta fram- hjá sér fara. — Ritstj.] FJÖLLIN sunnan Mosfellsheiðar eru ákaflega brunnin og hraun- rúnnin. Þó voru þar frá fornöhl hraunlausir, djúp- ir dalir, gróðri vafðir. Hét hinn lcngsti Sauðadalur Bitstan undir Vífilsfelli, milli þess og Sauðadalshnúka, annar Sleggjubeins- úalur, og fylgir honum gróðurlendið við Kolviðarhól, þriðji Engidalur og Maradalur, sem flestir telja heitinn eftir hrossastóði (mörum). Kjarr var 1 hlíðum allra dalanna og varnaði skriðuföllum, svo að þær voru grón- ar upp undir brúnir, en grundir voru 1 dalsbotnum, þar sem vatnsrennsli °g skriðuhlaup hafa nú gert gróður- útla aura. Hvarf skógarins olli vatns- rennshnu eigi síður en skriðuhlaup- unum. ^egar skíðamenn verða búnir að koma upp skógargeirum í hlíðum til uð auka fegurð þeirra og halda jafn- uri snjó í brekkum við skála sína, vitjar allur fvrri alda gróður þeirra staða að nýju. En Sauðadalur er týndur og tröllum gefinn, saga hans gleymd og sjálft nafnið komið á flæk- ing til annarra dalverpa i grennd. Svo ömurlcg eru örlög Iians, að for- mælingar þjóðsögunnar, djöfull og draugar urðu eina skýringin, og á hotni dalsins sér ekki stingandi strá, síðan illvættir þessar eignuðust hann. Þær þvkja hafa l’arið landnám sitt eldi. Nú er Sauðadalur ncfndur Jóseps- dalur, og Ármenningar hal'a numið hann í trássi við illvættirnar. Tvo skíðaskála hafa þær brotið eða brennt með fítonskrafti sínum. En þriðji Ármannsskálinn stendur, og óvættir, sem bjuggu með allri leið- inni í Draugahlíðum, Þórishamri, Einbúa í miðjum dal og við Ölafs- skarð austur úr dalnum, bæra ekki á sér, en á ölliun þessum stöðum ])ótti fyrrum ferlega reimt. Sá veg- ur, sem þarna lá og síðan hjá Fjall- inu eina niður i Fagradal hjá Breiða- bólsstað í ölfusi, var meira farinn en vegur um Þrengslin eða vegur austur á Kambabrún Hellisheiðar, allt til þess cr Jósepsdalsvegur lagð- ist niður fyrir reimleikana. Nú skal þessi furðusaga nánar sögð. Drengur var skírður Jósep eftir Jósepi, föður Jesú, og alinn upp i góðum guðsóttasiðum, sem vera bar. Hann óx upp, gerðist bóndi og kom

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.