Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN f^étur jPéturóóon f-rá WýJJ: Dale Carnegie og skóli hans yKKUR FINNST það e. t. v. ótrú- * legt, cn samt er það satt, að Dalc Carnegie hefur hlustað á og gagn- rýnt um það bil 150,000 ræður um dagana. I5essi tala samsvarar því, að hann hefði hlustað á ræðu og gagn- rýnt hana á næstum hverjum ein- asta degi síðan Columbus fann Am- eríku! Þegar ég var í New York i marz 1945, sá ég einu sinni auglýsingh í stórblaðinu Ncw York Times, þar sem auglýst var, að Dale Carnegie ætlaði að halda ræðu og ætlaði jafn- framt að sýna fram á, hvernig fólk gæti auðveldlega brotið odd af feimni sinni, risið upp og haldið ræðu, sem allir vildu hlusta á. Ég hugsaði með sjálfum mér: Ef hann gctur útrýmt úr liuga mér þcss- ari andstyggilegu feimni og hræðslu við fólk, þá cr það vel þess virði, að lilustað sé á hann. Ég potaði mér inn og settist á aftasta bekkinn með hálfum huga, enda var salurinn þétt skipaður á- heyrendum. Brátt kom þessi gráhærði, fjör- legi maður fram að púltinu og fór að tala. Dalc talaði samfleytt í læpa þrjá tímá, og þegar hann hætti, fannst mér, að ég gæti vel hlustað á hann miklu lengur. Ég ákvað að reyna að ná tali af þessum merka manni og sþyrja hann um námsskeiðin, sem hann heldur alltal' við og við, en á þessum náms- skeiðum kennir Dale fólki að hrinda frá sér allri feimni og koma lnigsun- um sínum skilmerkilega fram lil á- lieyrendanna. Eftir að hafa troðið mér gegnum dálitla þröng, náði ég tali af sjálfum Dale Carnegie, cn á- rangurinn varð sá, að ég innritaðist í skóla hans. En nú skulum við snúa okkur að Dale Carnegie sjálfum. Okkur Is- lendingum er maðurinn að nökkru kuunur, því að fyrir fáum árum kom út ein af bókum hans á ís- lenzku, bókin „Vinsældir og álirif“ í ])ýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar skólastjóra. Sú bók hefur nú verið gefin út yl’ir fimmtíu sinnum í Bandhríkjunum, en hefur auk þess verið þýdd á fjöldamörg tungumál og oft.verið gefin út á sumum þeirra. Aðrar bækur eftir Dalc eru: „Al- menn mælskulist", „Hinn óþekkti Lincoln“ og „Það, sem menn vitá ckki um fræga menn“, en í þeirri bók cr m. a. viðtal við Vilhjálm Stef- ánsson landkönnuð. Auk þessa hef- ur hann samið fjöldann allan af rit- gerðum og er með a. m. k. tvær bæk- ur i undirbúningi. Ég varð svo heppinn að kynnast Dale Carnegie töluvert. Sjálfur hafði liann aldrei komið til Islands, en sagði, að sig langaði mikið til að koma hingað. Ekki sagðist hann geta fundið í skýrslum sínum, að neinn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.