Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 26
22
SAMTlÐIN
*
Islenzkar
mannlýsingar XXI.
QÉRA JÓN Konráðsson á Mælifelli
lýsir meistara Hálfdani Einars-
syni (f. 1732, d. 1780) á þessa leið:
„Mag. Hálfdan var einhver með
hinum mestu iðjumönnum alla sína
tíð og fékk furðanlega miklu afkast-
að, oft á sluttum tíma. Skyldu menn
varla svo hitta hann, þá engi var
hjá honum, að liann væri ekki ann-
aðhvort að lesa eða skrifa. Jafnframl
var hann þá svo glaðvær, ljúfur og
viðlátinu, þá til hans var komið,
sem hann hefði ekkert að hugsa eða
við að vinna. Hann hafði og sérlegl
gaman af skemmtilegum viðræðum,
jafnvel spilum og tafli, auk þess sem
hann með góðum vinum gladdi sig
líka með víndrykkju, án þess* neinn
merkti, að' þau mörgu emhæltisverk
og olt þar hjá vandasöm, er hann
átti að gegna á sínum síðari árum,
forsómuðust eða færi i vanrækt þar
fyrir, því að þessu afstöðnu var liann
óðar kominn til síns fyrra verks aft-
ur. Hann stóð jafnan í hréfaskiptum
við flesta lærða menn hér á landi,
sem of langt væri upp að telja, og
var það oftast um lærdómselni. Fá-
ir af löndum hans hygg ég á hans
seinustu árum hafi svo útgefið sín
lærdómsrit, er nokkuð var í varið,
að ekki hafi ráðfært sig við liann
þar um og sumir sent honum þau
til yfirskoðunar. ,. . Magister Hálf-
dan var liettur maður í andlitsskapn-
aði og fríður sýnum, smámenni að
vexti, en gerðist skjótt þrekinn vel
og holdugur; hvatur i framgöngu,
Hc^utn jatfhah
fyrirltyyjaiuii
allar tegundir af vefnaðar-
vörum eða útvegum þær
heint frá verksmiðjum í
Bretlandi, Belgíu, Hollandi,
Frakklandi, Tékkóslóvakíu,
Sviss og Bandaríkjunum.
Heildverzlunin
ÖLVIR H.F.
Grettisgötu 3.
Símar. 5774 og 6444.