Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.05.1947, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN DR. HERMANN N. BUNDERSEN: Þei, þei, barnið heyrir til ykkar [Höfundur þessarar greinar er frægur ainerískur læknir, seni gcgnir heilbrigðis- fulltrúastarfi i Cliicago. í greininni skýrir hann foreldrum frá því, a'ð hættulegt sé að deila i viðurvist barna og lýsir að nokkru afleiðingununi, sem slikt getur liaft]. flORELDRAIÍ GÓÐIR, cicilið ekki. ^ Litla Ijarpið ykkar hlustar á ykk- ur, það, sem það hcyrir, mun bergmála og enduróma i sál þess á ókomnum árum. Hnýfilyrði, sem þið hafið fyrirgefið hvort öðru og gleymt eftir hálftíma, geta sært barnið ykk- ar þvílíku svöðusári, að það bíði þess aldrei bætur. Ekki hcfur reynzt unnt að sanna það vísindalega, hvc marg- ir skapbrestir og þjóðfélagsmein- semdir og hve mikið af sinnisveiki fulltíða fólks cigi rætur sínar að rekja til bernskunnar. En núlíma- sálarfræðinga er tekið að gruna, að furðu mikið af öllu þessu stafi af óheppilegri meðferð, sem barnið sætti á fyrstu æviárum sínum. Það er örugg staðreynd, að æ fleiri full- tiða mcnn og konur leita nú dag bvcrn hjálpar hjá taugalæknum, og þetla vesalings fólk er óhamingju- samt, framtakslaust og taugaveilt. Ræturnar til lömunarinnar á per- sónuleika þess er auðvelt að rekja til bernskuáranna, er það var að öðlast vit. Engir andlega heilbrigðir foreldr- ar mundu vilja meiða eða lemstra barn sitt með fantalegu ofbeldi. Engu að síður verða þúsundir góðviljaðra foreldra óafvitandi til þess að stór- skaða persónuleik barna sinna með rifrildi, kuldalegu viðmóti og ó- hemjuskap. Flestir forcldrar kinoka sér við að rífast hástöfum, svo að stálpað barn þcirra bcyri til. Hins vegar ern þcir baldnir þeirri meinloku, að smábarn bcri ekki skyn á, bvað fram ler í kringum það og leggja þvi litlareða engar bömlur á skapsmuni sína i návist þess. Rétt er nú j>að, að ungbarn á fyrsta ári skilur ekki merkingu orða. En allt frá fæðingu cr það afarnæmt á alla ó]>ýða, ógnandi háreysti. Hún gerir barnið óttaslegið og lamar ör- yggiskennd þess. Og öryggismcðvit- uiid ungs barns er hvorki mcira né minna en hin fyrsta sálfræðilega þörf þcss, scm nauðsyn ber til, að sé full- nægt. Svo er talið, að nýfætt barn, sem eins og allir vita, er fullkomlega hjálparvana, sé haldið meðfæddum ótta. Það er hlutverk móðurinnar, að hafa hemil á þessum ótta og koma barninu í skilning um, að heimurinn sé góður, öruggur dval- arstaður til þess að veita því gleði og traust á tilverunni. Þetta gerir móðirin fyrst og fremst með því að skapa líkamlega vellíðan barnsins og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.