Samtíðin - 01.05.1947, Side 15

Samtíðin - 01.05.1947, Side 15
SAMTÍÐIN 11 Birtan var einhvern veginn óvana- leg, líkust rökkri eða dögun og þó í rauninni hvorugu lík. Stóra húsið, sem hún sá fyrir framan sig, stóð á höfða. Hún nam staðar og leit yfir leið- ina, sem hún hafði gengið. Hún hafði það einhvern veginn á tilfinn- ingunni, að sjórinn væri langt fyrir neðan liana, og henni fannst hrim- hljóðið, sem hún heyrði sí og æ, vera frá stórum öldum, sem skullu á háum klettum. Gras og runnar urðu á vegi hennar, og jörðin var steinótt og óslétt. Það var erfið ganga, en þó ekki þreytandi. — „Halló!“ vár kallað til liennar. Max- ine staðnæmdist, beið eftir Billie liowen og brosti til hennar. Hún hafði ekkert orðið undrandi yfir því að vera komin á þessa eyju, og iienni fannst það ekki nema eðlilegl, nð Billie Bowen væri þar líka. „Þetta var gaman,“ mælti hún hlýlega. „Ég geri ráð fyrir, að þér hafið synt hingað eins og ég.“ „Ef við höfum komizt hingað á þann hátt, er allt í lagi. Það síð- nsla, sem ég man, er að ég fékk krampa.“ „Ég man það líka. Þér voruð eins °g hetja í þessnm ógeðslega hring okkar. Mér fannst við öll sitja við andstyggilegt matborð.“ „Hvað segið þér?“ hrópaði Billie æst. — Þær höfðu gengið samsíða. Nú nam hún staðar og horfði fram- a» í Maxine. „Alveg sama fannst uiér. Andstyggilegt matborS í víti.“ Þær héldu áfram, og Billie braut upp á öðru umtalsefni: „Hvaða stað- ur er þetta?“ „Allt og sumt, sem ég veit, er, að þetta er eyja. Hún hlýtur að hafa verið nærri okkur; annars hefðum við ekki getað synt hingað.“ Billie kom auga á húsið. „Hvaða kumbaldi er þetta? Næturklúbbur.“ „Ég vona það“, svaraði Maxine lilæjandi. „Ef svo er, vona ég, að hann sé af betra taginu. Þetta er einkennilegt“, bætti hún við hugsi. „Warren hélt því fram, að það væri að minnsta kosti 200 mílur til næstu eyjar, og hingað erum við þó komnar.“ „Kannske Warren sé ekki sérlega sterkur í landafræðinni — fremur en ég. Ef þér segðuð mér, að Paris væri 50 fet til hægri handar, myndi ég óðara leggja af stað þangað.“ * „Eg held það væri betra að halda sér að næturklúhbnum,“ svaraði Maxine hlæjandi. „Það eru meiri líkur til, að við komumst þangað.“ „Áfram góða, ég týnist ekki!“ „Ég vildi sízt af öllu týna yður eins og nú er ástatt.“ „Sama segi ég. Ég er ekkert sér- lega hrifin af umhverfinu“. Billie var þungbúin. „Það er ýmislegt, sem ég get ekki áttað mig á. Óþreytt, þurr lot og eitt og annað. Þér lítið út eins og þegar þér komuð um borð í flug- vélina. Lít ég út eins og kona, sem hefur ánægju af fötum?“ „Já, sannax-lega.“ „Af hverju lítum við svona út? Af hverju lítum við ekki út eins og við myndum gera?-------Af hverju líta fötin okkar ekki út eins og þau ættu í rauninni að líta út?“ „Ég skil, Billie, en ég veit ekki, hverju svara skal.“ Þær voru nú lcomnar nær hús-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.