Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN boðsgestir íslendinga umhverfis Þing- vallavatn og til Gullfoss og Geysis með til- heyrandi veizluhöldum. Gagnvart slíkri rausn haga sæmilega siðaðir menn orð- um sínum af mikilli varúð á opinberum vettvangi og beina talinu þá jafnvel að fegurð himinsins og bláma fjallanna, ef þeim ætlar að verða skotaskuld úr því að svara barnalegum spurningum sjálfra okkar um land okkar og þjóð. En á heimleið í flugvélum hafa þessir gestir okkar heyrzt ámæla okkur fyrir drykkjuskap og ómennsku. Þá furða þeir sig á, hve margir karlmenn sjáist á gangi á götum Reykjavíkur með hendur í vös- um að sumarlagi, þegar hlýtt er í veðri, og þeim blöskrar alveg, hver kynstur við drekkum af hinu rándýra áfengi, sem rík- ið selur landsins börnum. Okkur er vafalaust hollara að heyra heilbrigða gagnrýni erlendra gesta en staðlítið smjaður þeirra. Og það getur sjálfsagt verið nytsamlegt að kynnast sönnu mati greindra og aðgætinna útlend- inga á okkur. Hvað sem líður íslenzku tómlæti og ómennsku í höfuðstað lands- ins, sem einkum blasir við gestsaugunum, er hitt víst, að við þörfnumst engu síður mikils starfs núna en við upphaf þessarar aldar. Tilvera okkar byggist að verulegu leyti á stóraukinni framleiðslu þjóðarinn- ar og meiri starfsafköstum á ýmsum svið- um en við höfum enn af að segja. Við þurfum að komast í kynni við vélakost, sem breytir viðhorfi okkar til ýmissa starfa að miklum mun. Þetta er okkur brýn nauðsyn, ef hér á að vera unnt að lifa því menningarlífi, sem íslenzka þjóð- in bæði gerir og á kröfur til. Segið vinum yðar, live mikið og marg- víslegl efni „Samtíðin“ flytur fyrir aðeins 25 kr. árgjald. SIGURGEIR SIGURJÖNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. VITIÐ ÞÉR ÞETTA? Svörin eru á bls. 20. 1. Hver orti þessa vísu: Ef einhver sér mig elcki vera’ að moka, þetta orða þannig lilýt: þá er orðið hart um skit. 2. Hver er Armas Járnefelt? 3. Hvar er bærinn Kreuznach? 4. Hver er höfundm* skáldsögunnar Jerúsalem? 5. Hvað heitir höfuðborg Bolivíu? ^ Það er sagt: + að hugrekki sé hræðsla, sem eykur mönnum kjark. ♦ að fornsala sé búð, þar sem keyptar eru gamlar bækur og drasl, en seldir fágætir forngripir. ♦ að gull sé málmur, sem menn grafa upp úr holum, til þess að tann- læknar og bankastjórar geti troð- ið því i nýjar holur. ♦ að áróður sé úthverfan á sannleikan- um, svo lík honum, að hún getur gert fólk alveg ringlað. ♦ að heppni geri okkur unnt að fylgj- ast með sumum og verða á undan öðrum. Vanti yður hollan og góðan mat, erum við ávallt birgir. KJÖT & GRÆNMETI Snorrabraut 56. — Sími 2853

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.