Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN Nýja borgin við Ölfusárbrú Samtal við Egil Gr. Thorarensen forstjóra Framh. I^ÖGIN UM sameining Selfoss- byggðar í eitt hreppsfélag eru nr. 52 frá 7. maí 1946 og öðluðust gildi 1. jan. 1947. Byggðin hafði vaxið upp á mótum þriggja hreppsfélaga við öll'usá. 1 Selfosshreppi skulu sam- kvæmt lögunum vera þessar jarðir: „Selfoss og Hagi ásamt Bjarkar- spildu úr Sandvíkurhreppi, Hellir ásamt Fossnesi úr ölfushreppi og sneið af Laugardælalandi í Hraun- gerðishreppi, er markast af beinni línu frá Virkisvörðu til hæsta kletts- ins á nyrzta ferjuholti í Hellislandi. Að öðru leyti eru landamerki jarða þeirra, sem að ofan eru taldar, hreppamörk hins nýja Selfoss- hrepps.“ Um vöxt byggðarinnar sagði Egill Thorarensen: „Nú hefur hinn ungi Selfosshreppur keypt land af Sel- fossbændum. Fyrir sölu á lóðum til einstakra manna hér og síðar hrepps- félagsins af þeirra hálfu stóð Magnús lögfr. Arnbjarnarson á Selfossi, sem átti nokkurn hluta landsins. Af opinberum stofnunum hér er Utbú Landsbankans elzt. Það tók til starfa 4. okt. 1918 í Tryggvaskála, en reisti síðan timburhús, sem áður hafði verið verzlunarhús vestur í Búðardal, en hafði verið rifið og flutt hingað. Nú er í smíðum nýtt banka- hús Hér. Það nýmæli, að banki skyldi vera, stofnaður í íslenzkri sveit, mun einkum mega þakka þeim Gesti Einarssyni á Hæli, Jónasi Jónssyni frá Hriflu og Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra. Eiríkur Einarsson frá Hæli var fyi-sti forstöðumaður bankaútbúsins á Selfossi. En á kreppuárunum 1930—35 var Hilmar Stefánsson, núverandi bankastjóri Búnaðarbanka Islands, útbússtjóri Landsbankans hér. Hann vann þó erfitt starf við innheimtu, sem mjög einkenndi bankastarfsemi þeirra ára. Má nokkuð marka lipurð Hilmars og hæfileika til bankastarfsemi af því, að svo vinsæll varð hann hér i sýsl- unni, að um það leyti var það óum- deilt, að hann ætti víst sæti 1. þing- manns okkar á Alþingi, ef hann gæfi kost á sér til þingmennsku. Núver- andi bankastjóri hér er Einar Pálsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, mætur maður og vinsæll mjög, og hefur mikil gifta íylgt starfi hans. Eftir að bankahúsið hafði verið i’eist, stóð byggðin i stað, nema hvað nokkrir iðnaðax’menn settust hér að á næstu árum og byggðu yfir sig. Vöxtur byggðarinnar tók ekki veru- legt stökk fyrr en á sti’íðsárunum 1939—45. Nú er hér búsett um 1000 manns. Fyi’st eftir að byggðin tók að aukast, var byggt hér skipulagslaust, en það hefur lítt kornið að sök. Nú eru öll hús vitanlega reist hér sam- kvæmt skipulagsuppdi-ætti. Höfuð- gatan gegnurn byggðina heitir Aust- urvegur, en Eyx-avegur liggur í áttina til Eyrai’bakka. Ut frá þessurn aðal- götum eru svo hliðargötur, m. a. Kirkjuvegur, Selfossvegur, Fagur-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.