Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN 152. saga „Samtíðarinnar": Svipurinn í Cambridge-háskóla Framh. JJANN SEGIR: „Er ég stend hér við dragkistuna mína og litast um í þessu vinalega, gamla, þiljaða her- bergi, þar sem ég hef eytt svo miklu af ævi minni, og sé skuggana lengjast í garðinum, þegar sólin er að síga til viðar bak við kastaníurnar, verð ég gripinn þeirri tilbugsun, sem oft lief- ur ásótt mig upp á síðkastið, að sá tími taki nú óðum að nálgast, er hið dapra lífsljós mitt bljóti að slokkna og rökkrið muni breytast í svart- nætti. Þessari tilhugsun fylgja töfrar endurminninga, sem jafnan fylgja slíkum kvöldum, minninga um sum- arkvöldið góða, sem var svo áþekkt þessu kvöldi, hvað allar ytri aðstæður snerti, því að hér verða litlar breyt- ingar, þótt árin líði, en þá gerðist atbúrður, sem enginn annar en ég veit deili á og hefur yfirskyggt líf mitt æ síðan. Síðan eru liðin hartnær þrjátíu ár. Ég tek nú að gerast gam- all. Eftir örfá ár hef ég lifað þrisvar tvenna áratugi ævi minnar og tiu árum betur, og ég er orðinn miklu eldri en ég lít út fyrir að vera. Sá maður, sem einn verður að bera hul- inn harm, eldist fyrir tímann. Einhvern veginn finnst mér, þar sem ég stend hér í friðsæld kvöld- kyrrðarinnar, að ég mundi þrá, að þeir, sem eiga að verða eftirmenn mínir hér og varðveita sömu erfða- yenjur og ég hef reynt að lialda í heiðri, mættu kynnast sannleikan- um.... En honum verður að halda leyndum, þar til ekki er framar nein hætta á því, að hann fái sært nokk- urn lifandi mann. Ég ætla að reyna að færa hann í letur, skýrt og skil- merkilega, áður en það er orðið um seinan, og síðan er ég að hugsa um að fá Símoni hann til varðveizlu." Hann var prestssonur, borinn og barnfæddur í Derbyshire, nálega sjötíu árum áður en hann færði þetta í letur. Hann átti tvo hræður, sem hvorugur hafði kvænzt, og hann kemst þannig að orði: „Þegar ég fell frá, mun Round- ættin okkar deyja út.“ Hann ólst upp á skennntilegu heimili og kynnti sér ýtarlega sígild- ar bókmenntir undir liandleiðslu föð- ur síns, sem bjóst við, að drengurinn munjii læra til prests og taka vigslu, en sjálfum farast honum þannig orð: „Mér var fyrirhugað kyrrlátt lífs- starf fræðimannsins!“ Annan daginn, sem hann var í Camhridge, sat hann i veitingastofu í Bláa geltinum, dreypti á víni og las bók, sem hann átti að taka próf í. Allt í einu heyrði hann karlmanns- rödd, unglega, glaðværa og fagra, með voldugum og fáguðum hreim. „Það, sem hreif mig þá“, skrifaði hann, „og oft átti eftir að vekja hrifningu mína á komandi árum, var hinn frábærlega skemmtilegi blær þessarar mannsraddar. Ég hlustaði á hana stundarkorn, en varð síðan svo gagntekinn af forvitni, að ég snéri stólnum, sem ég sat á, og hafði mér

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.