Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTlÐlN geðbrigðahljóð (sorg, gleði, reiði, hungur, þorsti o. fl.). Þessi hljóð, seni eru mjög lítilvægur þáttur í sköpun tungumála, eru jafngömul hinum upprétta manni (pithecan- thropus erectus), i indógermönskum málum naumast meira en 2—3%. Annar áfanginn er eftirhermur mannsins á öllum hljóðum í nátt- úrunnar ríki, svo sem söng fugla, nið sjávar, þyt stormsins, öskri dýra og hljóði, er myndast við fall hluta og hvers konar hávaða. Þessi hljóð eru allmörg í ýmsum málum, og orð leidd af þeim t. d. sagnirnar: kalla skella, orga, urra o. s. frv. Hljóð þessi og orð leidd af þeim eru í indó- germönskum málum á að gizka um 15% eða nálægt því, og eru þessi hljóð vafalaust mörg hundruð þús- und ára gömul. Þessir tveir þættir í sköpun tungu- mála eru viðurkenndir af málfræð- ingum um heim allan. En allt annað hefur hingað til verið talið óskiljan- legt eða óskýi’anlegt. Ég hygg, að bæta megi við tveim höfuðáföngum. Verður þá þriðji áfanginn ósjálfráðar eftirhennur talfæranna á lögun hlut- anna í náttúrunnar ríki og hreyfing- um, en til síðasta þáttar teljast öll orð huglægrar merkingar, er hafa orðið til sem þróun frá orðum hlut- lægrar merkingar. Málfræðingar viðurkenna, að orð huglægrar merk- ingar (abstracta) liafi myndazt af orðum hlutlægrar merkingar (con- creta). Meginhluti alls mælts máls, ef litið er til uppruna, tilheyrir þriðja áfanganum. Er ókleift að ákvarða aldur hans, en þar sem ég þykist hafa sýnt fram á, hvernig þau orð urðu til, sem líktu eftir lögun hluta og hreyf- ingum, og hef sannað samræmi þess- ara orðmyndana í 6 óskyldum mála- flokkum (indógermönskum málum, hehresku, forn-kínversku, tyrknesku, polyncsisku og grænlenzku) er eðli- legt að álykta, að þessi orð eða hljóð, sem tákna lögunina og hreyfinguna, kunni að vera 30—40 þús. ára gömul. Hér er um að ræða frumstæð hljóð, sem hafa orðið skapandi í þeirri merkingu, að fjöldi orða hefur mynd- azt af hven'i frumrót með margs konar viðskeytum. Það hefur verið sannað af forn- fræðingum, m. a. af hinum fræga hrezka fornfræðingi sir Arthur Keith, að kornyrkja í veröldinni sé aðeins 8—9 þús. ára gömul. Það merkir, að fyrir þann tíma hafa mennirnir ekki haft fasta bólfestu, heldur lifað hjarðmannalífi og húið sér nýjan náttstað á hverju kvöldi, líkt og apar gera enn í dag. Frumstæðustu menn- ingarorð eru þvi tengd kornyrkju auk orða, sem tákna fjölskyldulif. Á eftir jarðrækt koma verzlun og viðskipti, listir og allt annað, er setur svip á menningarlíf þjóðanna þann tiltölulega stutta tíma (nokkur þús- und ár), sem við höfum vitneskju um. Þetta táknar, að yfirgnæfandi meginhluti alls talmáls hefur orðið lil á sl. nokkrum þús. ái’a. En efni- viðurinn er frumræturnar, sem, eins og áður er sagt, eru ósjálfráðar eftirhermur talfæranna á lögun hluta og hreyfingu. Frumræturnar eru því eins og steingervingar í jarðlögum, en það er verkefni málfræðinga að bera saman þessar frumrætur i ó- skyldum mólum og sýna fram á sam-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.