Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN félagið ökuþór var stofnað haustið 1945. Formaður er Steindór Sigur- steinsson. Iðnaðarmannafélagið á Sel- fossi var stofnað vorið 1946. For- maður er Guðmundur Jónsson. Rotaiyfélagið á Selfossi var stofnað vorið 1948. Formaður er Einar Páls- son. Kvenfélagið á Selfossi var stofn- að haustið 1948. Formaður er Una Pétursdóttir. Á Selfossi var í’eist barnaskólahús 1932, en það varð fljótt allt of lítið. Nýtt barnaskólahús var þvi reist á árunum 1944 og 5. Spáðu margir, að þetta myndarlega hús mundi verða óþarflega stórt, en nú er það að verða of lítið. I barnaskólanum eru 4 bekk- ir. Unglingaskóli í 3 bekkjum starf- ar einnig í barnaskólahúsinu. Siðast- liðið vor gengu nemendur hans undir miðskólapróf (landspróf). Skóla- stjóri beggja skólanna er Sigurður Eyjólfsson frá Stokkseyri. Fastir kennarar skólanna eru 5, en auka- kennarar 3. Iðnskóli hefur starfað á Selfossi síð- an haustið 1943. Er hann til liúsa í gamla barnaskólahúsinu, sem Iðnað- armannafélagið á Selfossi byggði við 1949 og á nú að tveim þriðju hlutum. Þess má geta, að Selfosshreppur á nú þriðja hluta þessa liúss, og er þar þingstaður hans. Skólastjóri Iðnskól- ans er Bjarni Pálsson. Héraðsbókasafn Suðurlands var stofnað á Selfossi árið 1947, og er það varðveitt i barnaskólahúsinu. Forstöðumaður safnsins er Sigurður Eyjólfsson. Aðallega hafa ein- staklingar lagt fram fé til við- gangs safninu, en einnig hefur það fengið nokkurn fjárstyrk frá Sel- 13 fosshreppi og ríkinu. Safnið á nú um 400 bindi, eingöngu íslenzk rit. Kirkja hefur enn eigi verið reist á Selfossi, en undirbúningur er haf- inn að kirkjubyggingu þar. Kirkju- garður byggðarinnar er á fögrum stað við ölfusá, í Selfosstúni, norð- austan við bæinn. Var garðurinn vígður árið 1945, og er fyrirhugaðri kirkju ætlaður þar staður, en fjár- söfnun til hennar hefur farið fram með ýmsu móti síðustu árin. Guðs- þjónustur hafa undanfarin ár farið fram í Selfossbíó. Vonandi líður ekki á mjög löngu, þar til sú ósk Selfoss- búa rætist, að þar rísi vegleg kirkja, enda þótt skortur á byggingarefni og aðrir örðugleikar steðji nú að Is- lendingum. Sóknarprestur Selfossliúa er séra Sigurður Pálsson í Hraun- gerði. Niðurlag i næsta hefti. FRÆGUR IRLENDINGUR, James Devane að nafni, hefur nýlega kom- izt þannig að orði: „Það eru viss sérkenni, sem einkenna öldina, er við lifum á. Fvrst og fremst eru nú- tímamennirnir sérfræðingar í því að sundra öllu, en þeir megna ekki að skapa samhengi eða heild. Þeir hafa klofið frumeindina (atómið), en þeir eru ekki færir um að setja það saman á ný. Þeir hafa sundrað Evrópu í landshluta, en þeir eru ekki menn til að sameina þá aftur. Þeir liafa greint manninn í fimm ólika hlutá: hinn ])ólitíska, hagfræðilega, vísindalega, fagurfræðilega og sið- ferðilega mann. En það vantar eitt- hvað, sem getur sameinað þessa fimm hluta, þannig að úr verði mannleg vera.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.