Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 7 staðaldri snæri og öngla, en við strendur íslands voru ein hin auð- ugustu fiskimið, sem hugsazt gátu. Hér vantar nú umfram allt nauð- synleg gistihús og annan aðbúnað, sem nútíminn gerir kröfur til, svo sem golf- og tennisvelli, aðstöðu til laxveiða í okkar ágætu veiðiám, góðhesta í lengri og skemmri ferðir og síðast, en ekki sízt fullkomnara skipulag á ferðum innnn lands og skynsamlegri staðsetning gildaskála og gistihúsa en hér er enn um að ræða. Ekki skortir oklcur glæsileg skilyrði frá náttúrunnar hendi. Þaulreyndur hótelmaður, Poul Mey- er, eigandi hins kunna gistihúss, Grand hotell, í Stokkhólníi, lét svo um mælt við mig, er hann var hér á ferð fyrir nokkru, að á Laugar- vatni væru beztu skilyrði, sem hann þekkti, til þess að reka sumargisti- hús. Þar væri aðstaða til að bjóða gestunum upp á svo ótalmargt, sem hugur þeirra girntist: gufuböð, leir- böð, sund í hlýju og köldu vatni, siglingar og róður, tennis og golf, fjallgöngur, dásamlegt umhverfi o. fl. Allt þetta, ásamt því, sem gera mætti þarna til frekari þæginda- auka (svo sem reisa skála með há- fjallasólarlömpum til afnota, þegar ekki nyti sólar) mundi skapa á þessum dásamlega stað alveg frábær skilyrði til móttöku erlendra gesta, sem alls ekki yrðu metin til fjár. Meyer sagði enn fremur: „Hin sér- kennilega, íslenzka náttúrufegurð á hvergi sinn líka í gervallri Evrópu. Þar, sem gull er fólgið í jörðu, þarf mikil og dýr tæki til að vinna það með og breyta því í markaðsvöru. Þessu eru svipað farið, er hlut eiga að máli staðir, sem eiga að skapa þjóðartekjur vegna dvalar erlends ferðafólks.“ ★ Við getum reist nauðsynleg gistihús, ef — „Telur þú veruleg tormerki á því, að unnt sé að bæta úr gistihúsaskorti okkar, áður en mjög langt um líð- ur?“ „Ef nægur skilningur stjórnar- valdanna og þeirra aðila annarra, sem hér hljóta að eiga einhvern hlut að máli, væri fyrir hendi, tel ég, að á næsta skömmum tima mætti með tiltölulega litlum kostnaði koma þessum málum i mannsæm- andi horf. Mönnum vex þetta að vonum allmjög í augum. En lítum t. d. á hótelmálin i höfuðstaðnum. Hér eru nú aðeins 2 hús, sem byggð hafa verið sem gistihús: Hótel Skjaldbreið og Hótel Borg. Ef hið síðarnefnda fengi umráðarétt yfir lóðinni frá norðurgafli sínum að Reykjavikur apóteki, mundi við það skapast tiltölulega mjög hag- kvæmur möguleiki til stækkunar ■ gistihússins um 30 herbergi, en sú stækkun yrði að sjálfsögðu miklu ódýrari en ef reisa þyrfti nýtt gisti- hús frá grunni. Stúdentagarðarnir hafa 100 her- bergi með heitu og köldu vatni. Þar vantar einungis húsgögn, til þess að um sæmileg ferðamannahótel sé að ræða. Þá telst mér til, að í bili vanti aðeins eitt nýtizku gistihús með 60 —70 herbergjum i höfuðstaðnum, til þess að fullnægt verði þörf þeirra

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.