Samtíðin - 01.12.1951, Síða 22

Samtíðin - 01.12.1951, Síða 22
16 SAMTÍÐIN er höfuðnauðsyn, en það er róleg setustofa, sem gestirnir geta haft út af fyrir sig og notið næðis í.“ „Og fleira?“ „Já, því er ekki að leyna, að er- lendum ferðamönnum finnst æði torvelt að átta sig á skipun íslenzkra áfengismála. Þeir eru vanir því að geta fengið sér glas af hæfilega sterkum bjór eða vínglas, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Þeim er alveg ofvaxið að skilja, að jafn sjálfsögð lífsþægindi þurfi að vera bundin við aðeins einn stað á öllu Islandi, nema þeir kaupi vínið í heilum flöskum. Eftir því sem mér skilst, höfum við aðstöðu til að gera bezta öl, sem hugazt getur. Þess vegna finnst mörgum* óskiljanlegt, hvað dvelur okkur í þeim efnum. En hvað sem þessu líður, er enginn efi á þvi, að ísland á sér takmarka- lausa möguleika sem ferðamanna- land,“ segir Guðmundur Jónmunds- son að lokum. Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfé- lags íslands, sagði í ræðu, sem hann hélt, er nýja upplýsingaskrifstofan var opnuð í London, að ef álykta mætti af ummælum hinna fjölmörgu erlendu gesta, sem voru þar við- staddir og flestir voru sérfræðingar i ferðamálum, stæðu vonir til, að skrifstofan ætti fyrir sér að auka stórlega kynnin milli brezku og islenzku þjóðanna og áhuga útlend- inga fyrir íslandsferðum. Islenzka þjóðin mun að sjálf- sögðu sameinast um að lofa þetta merkilega framtak og árna starf- semi skrifstofunnar allra heilla. -Atuóunn dór. J^ueLnóóon: MIDSUMARKVÖLGI Nú sólskinið sædjúpin ljómar og sveipar í purpuratjöld. ög heiðlóusöngurinn hljómar, ó, himneska miðsumarkvöld. Ég dvelst við þinn rósgullna roða, þitt ríki er fagurt og bjart. Mig langar þitt litband að skoða, það ljómandi, töfrandi skart. A hafdjúpin stari ég hljóður og hlusta á sævarins nið. Það bærist í brjósti mér óður að blessa hinn dýrmæta frið. Og lognaldan líður að sandi, og lækurinn streymir að ós. Nú fjarlægur finnst mér hver vandi við fölnandi kvöldroðans ljós. Hann: „Hvað, ég að giftast þér! Það var nú ekki alveg sá gállinn á þér um þetta leyti í fyrra, þegar ég var að biðja þín og þú hrygg- brauzt mig út frá þeim forsendum, að þú hefðir tvö önnur mannsefni í takinu.“ Hún: „En nú er komið á daginn, að hvorugur þeirra vill mig.“ EF YÐUR vantar úr eða aöra skrautgripi, þá munið: Magnús E. Baldvinsson Úra- og skrautgripaverzlun, Laugavegi 12, Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.