Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 21 kastaði af sér þvagi. En morgun- inn eftir bölsótaðist einn vinnu- maðurinn yfir því, að einhver hefði hellt vatni i skóna sína.“ „Krakkagreyið. Og nú er aðal- liættan í því fólgin, að þau hafa ekkert fyrir stafni. Það segi ég satt, að ég hálfkviði fyrir þvi, þegar mín komast á unglingsárin. Þá fyrst veit maður, hvað það er að vera upp- alandi.“ „Uss, ekki kvíði ég því. Mín börn skulu fá að bjarga sér sjálf. Ég hef ekki keypt handa þeim kókakóla- flöskur, sem þau gætu dreypt á, ef þau vöknuðu, og ég hef heldur ekki senl þau í kvikmyndahús til þess að liafa frið fyrir þeim. Ég held, að það sé dýrkeyptur og skammvinn- ur friður.“ „Þú verður aldrei í vandræðum, vinkona, því þú ert svo eðlileg í þér. Ég fyrir mitt leyti er meira fyrir blómin en blessuð börnin. Ekki svo að skilja, að mér þyki ekki vænt um mín eigin börn, en ég er ekki eins og þú, og þú ert ekki eins og ég, og það er mergurinn málsins. Það eru ekki allir eins gerðir. Þú lifir fyrir börnin þín, bókamaðurinn fyrir bækurnar sínar, vísindamaðurinn fyrir sérgrein sína og ég fyrir blóm- in mín.“ Jóna hló góðlátlega. Við gengum eftir Miklubrautinni. Þar var mikil umferð engu síður en í miðbænum. Hún benti mér á bifreið. „Sjáðu þennan í bláa bílnum þarna?“ „Já, og hvað er með hann?“ „Sérðu ekki, hvað hann flýtir sér mikið?“ „Jú, er nokkuð athugavert við það?“ „Já, hann þarf Góðar bækur í heimilisbókasafnið Saga Islendinga í Vesturheimi. — 4. bindi nýkomið út. Árbók íþróttamanna 1951. Ómiss- andi bók fyrir alla íþróttaunn- endur. Alþingisrímurnar með formála og skýringum. Leikritasafn Menningarsjóðs. Ár- gjald aðeins kr. 30,00. Fögur er foldin eftir dr. Rögnvald Pétursson. Lönd og lýðir. — Fróðlegar og skennntilegar landafræðibækur. Islenzk úrvalsrit. Perlur íslenzkra ljóðskálda. Sturlunga I.—II. b. Viðhafnarút- gáfa. Niðursett verð fyrir félags- menn. Saga íslendinga. — Fjögur bindi komin út. Ilions- og Oddysseifskviða í snilldarþýðingu Sveinbjarnar. Búvélar og ræktun eftir Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa. Bréf og ritgerðir Stephans G., I. —IV. b. Heildarútgáfa. Facts about Iceland eftir Ólaf Hansson menntaskólakennara. Ódýr og hentug bók handa vin- um yðar og viðskiptafyrirtækj- um erlendis. Gerið svo vel að athuga: Nýir félagsmenn geta enn fengið allmikið af eldri félagsbókum, alls um 50 bækur fyrir aðeins 260,00 kr. — Frestið ekki að nota þetta einstæða tækifæri til að eignast gott og ódýrt heimilisbókasafn. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.