Samtíðin - 01.12.1953, Page 11

Samtíðin - 01.12.1953, Page 11
SAMTÍÐIN 5 ..Sutni’i halhir" í Þjóðleihhúsinu Katrín Thors LEIKRIT Bandaríkjamannsins, Tennessee Williams, hafa á undanförnum árum farið sigurför um heiminn. Sýningar á þeim gera ákveðnar kröfur til ljósatækni, og sviðsbúnaður er mjög með nýtizkubrag. Það var gott, að Þjóðleikhúsið lét ekki dragast lengur að sýna leik eftir Williams. „Sumri hallar“ krefst skapandi leikstjóra, og uppfyllir Indriði Waage það skilyrði. — Hann hefur áður sýnt, að hann er mikiis megnugur í átökuin sínum við verk amer- ískra „módernista“ (Hái Þór, Sölumaður deyr). En hér þarf meira við. Áhorfend- urnir þurfa einnig, ef vel á að vera, að yrkja í ýmsar eyður, halda áfram að hugsa um leikinn, eftir að heim kemur og gott ef ekki sjá liann oftar en einu sinni, ef þeir eiga að hafa hans full not. Enda þótt ég liafi séð „Strætisvagn" Williams („A Streetcar Named Desire) i New York, Stokkhólmi og Khöfn, mundi ég ekki láta lijá líða að sjá liann hér, ef þess yrði kostur. Leikur ungfrú Katrinar Thors i „Sumri hallar“ var hinn gleðilegi viðburður kvöldsins. Það þarf enga glöggskygni til að sjá, að þar er á uppsiglingu skapferðar- leilckona, svo að um munar. Og á þvi er okkur full þörf. Það er ástæða til að óska ungfrúnni heilla í þeirri listrænu baráttu við allt og alla, sem nú hlýtur óhjákvæmi- lega að bíða hennar. Þá baráttu verða allir meiri háttar leikarar að heyja, þar til þeir hafa öðlazt það öryggi, sem reynslan ein megnar að skapa. Raunverulega báru þau Katrín Thors og Baldvin Halldórsson fyrrnefndan leik uppi,v því að aðrir leik- endur eru yfirleitt liugsaðir sem mann- gerðir einar i baksýn — mannlegar for- sendur að örlagabaráttu hinnar ógæfu- sömu prestsdóttur, Ölmu Winemiller — enda þótt frú Regína Þórðardóttir bryti af sér lilekkina og „brilléraði“ i gervi hinnar geðbiluðu prestskonu. VÉLARNAR KALLA Vélarnar kalla á verkamenn alla, vinnuna tileinka sér. Tækninnar snilli máttug á milli mannanna sigrandi fer. Verkmaður lúinn, viljinn og trúin og vonirnar tilkynna mér, að bjartari dagur og batnandi hagur byrðinni létti af þér. Fossanna orka eftir virkjun bíður. óbundinn víða gufukraftur streymir. Islandi skapast verkahringur víður Vondjarfa garpa undratíma dreymir. Auðlindir hafsins íslendingar þekkja. Áburð úr lofti heppnast senn að vinna, Náttúruöfl ef okkur tekst að hlekkja, uppskeru vart né sáningu mun linna. Hreiðar E. Geirdal „Mér /)i/kir þær vera lcingar, traö- irnar á Reykjum,“ sagði bréfberinn. „Annars næðu þær nú ekki alla leið heim að húsinu,“ anzaði bónd- inn. ALLAR BÍLAVÖRUR verður hagkvœmast að kaupa hjá KRISTNI GUÐNASYNI Klapparstíg 27. — Sími 2314.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.