Samtíðin - 01.12.1953, Qupperneq 15

Samtíðin - 01.12.1953, Qupperneq 15
SAMTÍÐIN 9 Hún hætti að vinna, lcit á hann stórum spyrjandi augum. „Heldurðu, að hér hafi þá verið fleiri ?“ „Ég held ekkert um ])að. Ég veit það.“ „Mér kæmi ekki á óvart, þó að svo hafi verið.“ „Jæja, sástu nokkuð?" „Nei.“ „Heyrðirðu nokkuð?“ „Nei.“ „Hvaða grein geturðu þá gert fyrir þessu hugboði?“ „Ég get alls ekki skýrt það. En mér leið ónotalega. Það var eins og eitthvað þvingandi lægi í loftinu. Manstu, að þú fórst í skrifstofuna ?“ „Já, ég man það.“ var að hugsa um að ganga til þín og hiðja þig að vera frannní í búðinni.“ „Jæja.“ „Manstu, að þú fórst út með föi- urnar?“ „Já, ég man það.“ „Manstu, að ég stóð úti, þegar þú komst aftur?“ „Já, ég man það.“ „Ég hélzt ekki við inni í búðinni var að Iiugsa um að ganga á eftir þér.“ „Jæja.“ „En hvers vegna veiztu, að við vorum ekki tvö ein hér síðastliðið laugardagskvöld ?“ „Nokkru áður en þú komst, var ég að brjástra við að hita þvotta- vatnið. Allt í einu verð ég þess vís, að ég er ekki einn í búðinni. Þetía seitlaði gegnum hugann, varð að fullkominni vissu, án þess að ég skynjaði það með sjón og heyrn. Ég leit upp, horfði hérna fram a afgreiðsluborðið, og við súluna þarna í horninu stóð karlmaður, laglegur, ungur maður. Hann hallaði sér fram á borðið og krosslagði handleggina. Hann- var þreklega vaxinn, snyrti- lega til fara í dökkgráum jakkaföt- um, fölur í andliti, breiðleitur, með dökkt hár, mjúkt og óliðað, greill aftur á liöfuðið. Það var ekki hros i svip hans eða augnaráði, aðeins dýpsta alvara. Þetta var sýnilega drengskapar- maður. Auglitið var rólegt, fast og djarfmannlegt. Ég horfði djúpt inn í hlágrá, alvarleg augn hans og fann til óþekktrar sælukenndar. Athygli mín beindist ósjálfrátt að vatnsfötunni. Er ég leit upp á ný, var sýnin horfin.“ Dagur lagaði í hillunum, raðaði öskjum og eldspýtnabúntum, braut saman holdang og silkiklúta. Hrein- gerningakonan vann rösklega; und- an átökum hennar marraði í slitnum gólffjölum. Gamalt verzlunarhús á viðburða- í’íka sögu. Það á líka ýms leyndarmál. Þegar hafaldan stynur við sendna ströndina, þétt jiokan sameinar loft og láð og regnið drý^Air í smágerð- um úða niður á jörðina, vaknar þessi minning í vitnndinni. Og ég spyr: „Hver ert þú?“ Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.