Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 15 IðnaÍarmannagarðurinn í Kaupmannahöfn 20. OKTÓBER 1950 var mildll gleðidagur meðal iðnaðarmanna í Kaupmannahöfn. Þá var vígður þar mjög myndarlegur iðnaðarmanna- garður, og er þess að vænta, að ís- lenzkir iðnsveinar eigi eftir að njóta þar góðrar vistar í framtiðinni. Þegar á það er litið, að elzti stúdentagarður Hafnar er frá 1595, er það ekki von- um fyrr, að hin fjölmenna iðnsveina- sveit þar í horg hefur nú loks um miðja 20. öld eignazt þak yfir höfuð 88 námsmanna. En auk þess er þarna gistirúm handa 35 mönnum, er sækja vilja stutt námskeið. 1 Khöfn eru nokkrir mjög mis- gamlir stúdentagarðar. Kunnastur Is- lendingum er garður sá við Kaup- mangaragötu, sem Kristján IV. lét reisa og vígður var árið 1623. Þar hjuggu fyrrum allmargir íslenzkir stúdentar, þar til þcir misstu réttinn til garðvistar með sambandslögunum frá 1918. Um þessar mundir er rúm fyrir samtals um 680 garðbúa á öll- um stúdentagörðum Hafnar, og eru í þeim fjölmenna hópi örfáir Islend- ingar. Tveir danskir bæir hafa orðið á undan Höfn að koma sér upp iðn- aðarmannagörðum, Hrossanes (Hor- sens) 1949 og Álaborg vorið 1950. Þá má geta þess, að Landbúnaðarhá- skólinn i Khöfn lauk hyggingu nem- endagarðs árið 1945. Iðnaðarmannagarðurinn (Hand- værkerkollegiet) í Khöfn er til orðinn af brýnni þörf. Rannsókn á hýbýlum iðnnema í Höfn liafði leitt í ljós, að margir þeirra urðu að hírast í óupp- hituðum, en rándýrum herbergja- kytrum ýmist í kjöllurum eða á hana- bjálkum. Þessi húsnæðisvandræði leiddu einatt til þess, að efnilegir piltar utan af landshyggðinni urðu að hætta við að leita sér framhalds- menntunar í höfuðstaðnum. Hljóta allir að skilja, hve þetta ástand var bagalegt. Iðnaðarmannagarðurinri var að verulegu leyti byggður fyrir sam- skotafé. Reið þar á vaðið Ernst Parsbo stórkaupm. og gaf 100.000 kr. Þessi rausnargjöf varð til þess að veita mörinum aukna trú á það, að garðnrinn mundi komast upp, áður mjög langt um liði, og var nú gerður uppdráttur að honum og kostnaðar- áætlun, en því næst gaf Iðnaðar- mannafélagið 50.000 kr. í byggingar- sjóðinn. Mai’kaður og happdrætti, sem Iðnaðarmannafélagið efndi til 29. og 30. okt. 1947, gáfu 84.000 kr. tekjur. Mikinn fögnnð vakti það, er Friðrik konungur IX. tilkynnti, að hann mundi gefa andvirði eins her- hergis í garðinum. Þá gaf Tuborg- ölgerðin 100,000 kr. og skyldi þeirri fjárhæð varið til að búa öll herbergi garðsins húsgögnum. Hefur Tuhrrg ekki látið þar við sitja, en gefið garð- inum síðar fleiri gjafir. Þá sei.du gamalmenni tveggja elliheimila garð- inum samtals 1.200 kr. Komu þar saman margar smágjafir, sem sýndu á fagran hátt, að cllin vildi hér sem oftar rétta æskunni örvandi hönd.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.