Samtíðin - 01.12.1953, Side 23

Samtíðin - 01.12.1953, Side 23
SAMTÍÐIN 17 kaupa menn ýmsar minni háttar nauðsynjar hjá húsverði. Sem hetur fer er ekki alltaf verið að lesa hér undir próf, og er því tími til að fara í borðknattleik, lesa blöð, nýjar bæk- ur o. s. frv. Klukkan 5 neyta menn miðdegis- verðar. Reyna sumir að elda sér mat í te-eldhúsunum uppi á göngum, en langflestir kaupa sér mat niðri í borðsal og neyta hans við smáborð, þar sem brátt takast fjörugar sam- ræður. Að lokinni máltíðinni setjast ýmsir inn í setustofuna, hlusta á út- varp, tefla skák eða leika stundar- korn á slaghörpu, áður en setzt er við teikniborðin uppi í herbergjunum. Ef einhver á örðugt með að ráða við námsefni, er stutt á bjargarbæinn inn í önnur herbergi til að ræða lausn vandamálanna. Iðnaðarmannafélagið býður garð- búum á kvöldskemmtanir,enauk þess hafa þeir félag með sér sjálfir, og sér það um skemmtanahald á Garði. Formaður félagsins býr í herbergi Friðriks konungs IX., en varaformað- ur í herhergi því, sem kennt er við Ingiríði drottningu. Óþarft er að lýsa því, hve margháttuð vinakynni myndast á Garði. Er nú unnið að því, að unnt verði í framtíðinni að úthluta nokkrum garðbúum ókeypis garð- vist, og mundi það áreiðanlega koma ýmsum vel, enda þótt dvalarkostnaði sé hér mjög í hóf stillt. I reglum fyrir garðvist frá 1950 er ákveðið, að garð- húar greiði enga húsaleigu, en hins vegar 40 kr. á mánuði fyrir ljós, hita, ræstingu o. fl.,“ sagði Hornby. ÞEGAR I ðnaðarmannagarðurinn var vígður haustið 1950, settust þar að fulltrúar 12 iðngreina, er sóttu samtals 7 iðnskóla. I þessum hópi voru 5 Norðmenn og 1 Færeyingur. Síðan hafa verið þar, auk Dana, Finnar, Grænlendingar og 1 íslend- ingur, en einnig til skemmri dvalar á þakhæð hússins nokkrir Þjóðverjar og Ameríkumenn. Fyrsti Islendingurinn, sem dvalizt hefur á þessum garði, heitir Kristján Kristjánsson, prentnemi frá Akur- cyri. Hitti ég hann sem snöggvast að máliámiðsumarhátíð garðhúa í fyrra sumar. Ilann stundaði framhalds- nám við prentaraskóla (Grafisk hoj- skole) í Höfn, en hafði áður lokið námstíma sem pren-tsetjari hjá Prentverki Odds Rjörnssonar h.f. á Akureyri. Kristján lét mjög vel af garðvistinni. Kvaðst hann hafa hlotið hana fyrir milligöngu prentaraskól- ans, jafnsnemma og hann hóf skóla- nám í Khöfn. Naut liann þess, að hann var útlendingur, en yfirleitt er ætlazt til, að Danir hljóti ekki garð- vist, fyrr en þcir hafa stundað iðn- skólanám árlangt að minnsta kosti. Kristján kvaðst horga mánaðarlega aðeins 40 kr. fvrir ágætt einbýlislier- hergi (eins og upphaflega var ráð fyrir gert). Morgunverður sagði hann, að kostaði 1 kr. og kvöldverð- ur 2 kr. hjá húsverði. Annars væri auðgert að matreiða sjálfur í eldhús- um garðsins, ef menn vildu. Þess er að vænta, að ungir íslcnzkir iðnaðarmenn, er hugsa til framhalds- náms í Khöfn, reyni að sækja nógu tímanlega um vist á Iðnaðarmanna- garðinum. Er það megin tilefni þess- arar greinar að vekja athygli þeirra

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.