Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 21 ráði við hana. Frú Zwill var löngu hætt að fara í stóru deildarverzlan- irnar til að kaupa efni og sauma svo gluggatjöld úr því heima. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur, hvernig herbergi gömlu konunnar fer í taugarnar á frú Zwill! Ef hún mætti ráða, mundi hún kaupa yndis- leg húsgögn lianda mömmu sinni. Þá mundi hún kaupa handa henni gam- alsdags rúm með fjórum stuðlum og fornlega dragkistu úr hlyn eða mahoni — hlynur væri yndislegui — og nokkrar þykkar gólfábreiður. Svefnherbergið hennar frú Zwili sjálfrar sem einnig er að vissu leyti svefnherbergi manns hennar — er úr hnotu frá Circassia með glæsileg- um hjónarúmsábreiðum og auk þess íburðarmiklum, lausum silkiáhreið- um — á veturna. Á glerplötunni ofan á búningsborðinu er feikna samsafn af snyrtidóti hlutum,sem auglýstir cru í fínu tímaritunum og frú Zwill heldur, að sér nægi til að varðveita æskufegurð sína. — Engin af „stúlk- unum“ hefur nokkurn tima lálið sér til hugar koma, að hún væri minna en finim árum yngri en hún er. Það er nú sjaldan, sem frú Zwili er að gera sér rellu út af svefnher- bergi móður sinnar, og hún er glöé' yfir, að maðurinn sinn skuli hafa ráð á að láta tengdamóður sína hafa sérherbergi með baði. „Þetta er bara heil lítil íbúð, elskan mín! Það er svo miklu þægilegra!“ Og samt er frú Zwill stundum hálf vandræðaleg, þegar hún er að sýna nýjum vin- konum sinum íbúðina. Þarna er nú eldhúsið með raf- magnskæliskáp, þar sem litlu ísmol- Til jóla- og tækifærisgjafa: Ur og klukkur Skartgripir Borðsilfur Listmunir &nnig: Kventízkuvörur ávallt í fjölbrcj'ttu úrvali hjá okkur. Kornelíus Jónsson Úra- og skartgripaverzlun Skólavörðustíg 8. Reykjavík. Símar 82056 og 81588.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.