Samtíðin - 01.05.1956, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1956, Blaðsíða 19
SAMTlÐIN 15 kona með stór, blá og tindrandi barnsaugu, full af spurn. Þarna stóð hún í tjalddyrunum eins og hver önnur opinberun. Hún liefði sómt sér prýðilega í rókókósal með postu- línsmyndum, en fyrir alla muni ekki í tjaldhúðum lengst inni í frum- skógi Suður-Afríku. En þarna var hún samt sem áður, og majórinn kynnti okkur. Við neyttum miðdegisverðarins með beztu lyst, og meðan á máltíð- inni stóð, leit ég alltaf við og við á hana. Hún var Ijómandi falleg og hafði eitthvað töfrandi við sig', sem gagntók mig. Mér fannst ég vera eins konar verndari liennar. Og var ég það ekki, þcgar á allt var litið? Hafði ég kannske ekki verið sendur út af örk- inni til þess að vernda liaha gegn árásum. Um majórinn liugsaði ég ekkert í því sambandi, en liún, kon- an hans, fyllti algerlega liuga minn. Og það var ekkert smáræði, sem ég hugsaði nóttina þá, þar sem ég lá al- einn og glaðvakandi í tjaklinu mínu, örskanunt frá þeirra tjaldi. Eg' sá liana ljóslifandi fyrir mér, sá stóru, bláu augun, sem liorfðu á mig og .. . Um það var engum blöðum að fletta, að ég liafði orðið ástfanginn í lienni við fyrstu sýn. Og majórinn, sem átti þennan unaðslega dýrgrip, sem var allt of góður lianda lionuni, liat- aði ég eins og hverja áðra pest. Hann var allt of gamall og púkalegur handa henni. Mér fannst ekki ná nokkurri átt, að hann skyldi eiga svona unga °g guðdómlega konu. Daginn eftir ræddum við um, livað gera skyldi. Majórinn vildi fjTÍr hvern mun fara á veiðar út um allar jarðir og liafði að engu öll heilræði mín og aðvaranir. Eg var þá allt of ungur og óreyndur til að dirfast að mótmæla áfoipnum lians. Hann var þó í öllu falli majór, en ég bara rétt- ur og sléttur undirliðsforingi og stráklingur í þokkabót. Við urðum ásáttir um, að ég skyldi fylgjast með leiðangri lians með hermenn mina og vera ávallt viðbúinn, ef eitthvað skyldi koma fyrir. Veiðunum átti ég aftur á móti alls ekki að skipta mér af. Þar var liann alger liæstráðandi. Ég varð að viðurkenna, að mér geðj- aðist lireint ekki sem verst að skipu- lagningu lians. Hún liafði þó þann ómetanlega kost, að ég fékk að vera nálægt blessaðri lconunni hans.“ Framh. í næsta hefti. ------•------- Nirfillinn sat í tannlækningastóln- um og þreifaSi í öllum vösum sínum. „Þér þurfiö eJcki. aö borga neitt fyrirfram,“ sagöi tannlæknirinn. „Mér dettur það heldur ekki í hug,“ anzaði nirfillinn. „Eg var bara að ganga úr skugga um, hve mikla pen- inga ég væri með á mér, ef það skyldi líða yfir mig við deyfinguna.“ W'rtctfir tpröshriiHr Dýrt er drottins orðið. Sitt mein þykir sárast hverjum. Fár er sjálfum sér nógur. Ekki er allt sem sýnist. Mjór er mikils vísir. Bólstruð húsgögn fyrirliggjandi. Vönduð vinna. Hagstœtt verð. Húsgagnabólstrun Gunnars Mekkínóssonar, Frakkastíg 7.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.