Samtíðin - 01.05.1956, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.05.1956, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN sem hann reisti handa henni þarna á hæðinni liandan við þorpið. Og oft hefur hún sagt við mig síðan: „Hann hefði getað orðið stórhóndi, Mikjáll, ef liann liefði ekki þurft að eyða kröftunum í allan þennan söng.“ „En ekki hefur hún séð eftir því,“ varð mér að orði, „því að röddin i manninum var milljónavirði." „Milljóna og ekki milljóna,“ sagði Mikjáll með einni af þessum rokum sínum. „Varð hann ekki að þeytast endanna á milli i veröldinni, meðan hann lifði? En veiztu, hvað liann sagði við mig, ekki löngu áður en liann sofnaði svefninum langa? Þá sagði liann: Mikjáll, mikið er nú ann- ars gott að koma hingað aftur og mega vera í friði hjá henni Nóru sinni. Hvar sem ég fer, lilaða þeir á mig lofi og heiðra mig. Þarna skrifa þeir um mig íhurðarmiklar greinar, en allt, sem ég þrái, er að setjast nið- ur, fá (mér eitt glas og rabha svo við þá. En allt þetta liúrrum-hæ er ég laus við hjá henni Nóru minni. Hún minn- ist aldrei aukateknu orði á röddina í mér eða livort ég syngi vel eða illa. Hún botnar nefnilega hvorki upp né niður í þessu öllu saman, Mikjáll minn góður . . . Og það er leyndar- dómurinn að hamingju okkar, því hún hefur verið alveg gersamlega laglaus, frá því hún fæddist.“ SAMTÍÐIN er tímarit allra fslendinga. Húsgagnasmíðastofan Laugaveg 34B selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur einnig gömul húsgögn til viðgerðar. Fljót og góð afgreiðsla. Sími 81461. Aíhygliverð leiksýning ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur að undanförnu sýnt sjónleikinn Vetrarferð eftir Clifford Odets, sein ísléndingum er að góðu kunn- ur, siðan leikflokkurinn, Sex í bíl, sýndi Katrín Thors og Rúrík Haraldsson í „Vetrarferð". leikrit hans: Brúin til mánans. Vetrar- ferð gerist að mestu leyti að tjaldabaki í leikhúsi og lýsir baráttu' leikstjóra (Rúríks Haraldssonar) og eiginkonu (Ivatrínar Tliors) fyrir velferð drykkfelds leikara (Indriða Waage), en sýningin hvílir á herðum þessara þriggja leikara, sem fara prýðilega með hlutverk sín. Katr- ín Thors er þarna mjög vaxandi leikkona undir ágætri leiðsögu Indriða Waage. Vitsmunir Odets glitruðu i mörgum snjöllum setningum, sem nutu slp vel í þýðingu Karls ísfelds. Leikur þessi á skilið góða aðsókn. Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14 II. hæð. Sími 82478.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.