Samtíðin - 01.05.1956, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.05.1956, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRll rrrrrrrrrrrrrrrrrrrr: SÖGÐU: RAGNAR JÖNSSON: „f öllum löndum er nú unnið kappsamlega að því að bæta kjör mannanna, hækka laun þeirra, tryggja kauptnátt laun- anna og þó ekki síður hitt, að auð- velda þeim starfið, láta vélina vinna erfiðustu verkin. Verkamenn í þeim skilningi, sem tíðkaðist hér fyrir hálfri öld, eru nú bráðum ekki til. En hafa listamennirnir ekki orðið út- undan í þessari samkeppni um að létta mannfólkinu lífið? Jú, mjög á- berandi, þótt ýmislegt hafi líka ver- ið fyrir þá gert. Flestir, og þar á með- al margir hinna beztu listamanna, eru tekjulægri en fátækustu verka- menn og hlutur listanna yfirleitt vanmetinn meira en margt það, sem manneskjunum er þó þýðingar- minna“. G. BERNARD SHAW:„Æskan er dásamlegt æviskeið. En sú meinloka að sóa henni í óvitaskap.“ MARK TWAIN: „Verulegur hluti lífshamingjunnar er í því fólginn að éta það, sem mann langar í, og láta svo fæðuna sjálfa um að gera sitt Kagn í líkamanum.“ BENJAMÍN FRANKLIN: „Það er ekki víst, að langt líf sé nógu gott, en eott líf er nógu langt.“ MARK TWAIN: „Allur heimurinn er dálítið skrítinn nema þú og ég, og jafnvel þú ert nú skrambi kyndugur.“ LYNN DOYLE: „Miðaldra maður er í raun og veru unglingur, sem öðl- azt hefur lífsreynslu.“ IMVJAR BÆKUR Guðmundur Daníelsson: Vængjaðir hest- ar. Sögur. 174 bls., ób. kr. 45.00. Stefán Jónsson: HlustaS á vindinn. Tólf sögur. 221 bls., ib. kr. 60.00. Hugrún: Ágúst i Ási. Skáldsaga. 212 bls., íb. kr. 50.00. Þorgeir Sveinbjarnarson: Vísur Bergþóru. Ljóð. 96 bls., ib. kr. 85.00. Að vestan. Þjóðsögur og sagnir. II. bindi. Sagnaþættir Sigmundar H. Long. Árni Bjarnason sá um útgáfuna. 236 bls., ób. kr. 68.00, íb. 88.00. William J. Locke: Ástir piparsveinsins. Skáldsaga. Sveinn Vikingur þýddi. 348 bls., íb. kr. 125.00 og 165.00. Magnús Jóhannsson: Vegamót. Sögur. 104 bls., ób. kr. 45.00. Ragnheiður Jónsdóttir: Aðgát skal liöfð. Úr minnisblöðum Þóru frá Hvamrni. II. bindi. 179 bls., íb. kr. 55.00. Vilhjálmur Jónsson: Læknirinn hennar. Skáldsaga. 148 bls., íb. kr. 60.00. Ólafur Jóh. Sigurðssn: Á vegamótum. Sög- ur. 126 bls., ób. kr. 40.00, íb. 60.00. Kristján Bender: Hinn fordæmdi. Skáld- saga. 102 bls., ób. kr. 45.00, ib. 65.00. Guðmundur Daníelsson: Blindingsleikur. Skáldsaga. 171 bls., íb. kr. 75.00. Roy Chapman Andrews: Asia heillar. Bók um leiðangra í Austur-Asíu. Ævar R. Kvaran þýddi. 200 bls., íb. kr. 75.00. Maxwell Maltz: Læknir, hjálpa þú mér. Endurminningar fegurðarlæknis. Her- steinn Pálsson þýddi. 244 bls., íb. kr. 80.00. Kristján Albertsson: í gróandanum. Grein- ar og ræður. 342 bls., íb. kr. 90.00 og 120.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. — BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstrœti 8, Reykjavík. Simi 4527.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.