Samtíðin - 01.06.1956, Page 14

Samtíðin - 01.06.1956, Page 14
10 SAMTÍÐIN ung dýr, tvö frumstæð manndýr, og löðuðumst hvort að öðru, gagntekin af því, sem fram fór kringum okk- ur ... Ég varð alveg óður, viti mínu f jær, og hugsaði svart. Ég hafði liugboð um, að lienni væri svipað innan brjósts og mér, skynjaði það, fann það beinlínis. Ég þoldi ekki við að sitja þarna lengur, heldur neytti orku og sleit mig þaðan. Ég varð að vera einsamall og fá næði til að liugsa, þó ekki væri nema stundarkorn. Svo stóð ég og liorfði á liana, þar sem hún sat, grannvaxin og ein síns liðs, klædd einföldum húningi úr hermannaklæði. Hattinn hafði hún lagt hjá sér, og ljóst hárið ljómaði eins og geislabaugur um höfuð henni í bjarmanum frá bálinu. Ég fann, að ég varð að vefja hana örmum, kyssa hana, kalla hana elskuna mína. Ég hafði alveg gleymt, að liún var kona annars manns, að liún tilheyrði manni, sem ég hafði verið sendur að fylgja og vernda gegn árásum. Og samt hugðist ég sjálfur að ráðast á hann og ræna hann því, sem var hans lieilög eign . . . Undarlegar hugsanir gagntóku mig. Hvernig skyldi það nú annars vera, ef hún væri allt í einu orðin frjáls, ef hann væri ekki lengur til? Hugsa sér, ef eitthvað skyldi nú koma fyrir. Og í Afríku g a t svo sem allt komið fyrir. Þar er alltaf hætta á launsátr- um, og þar er dauðinn aldrei langt undan. Ef ég tæki nú upp á því að særa liann fram. Hver skyldi nokk- urn tíma þurfa að komast að því? Ekki nokkur lifandi maður. Þeir inn- fæddu mundu þegja. Það var vanda- laust að múta þeim, og auk þess mundu þeir ekki dirfast að segja neitt. Þetta var æðisgengin tilhugsun, en samt sem áður það eina, sem rúm- aðist í hugskoti mínu þessa stundina. Ég varð að eignast konuna. Majór- inn varð að hverfa. Því meira sem ég hugsaði um þetta, þeim mun auðveldara virtist mér að koma því i verk. Ég ætlaði að tala við Kol, vörðinn minn; honum mundi ég geta treyst, það vissi ég upp á mína tiu fingur. Ég liafði haft liann sem lífvörð, síðan ég kom til Afríku, og hann var ekkert nema auðsveipn- in og gerði allt, sem ég sagði honum. Hann mundi óðara skilja mig. Ég kallaði til hans, þar sem hann stóð spölkorn hurtu, hjá nokkrum af mönnunum, og gekk á undan honum áleiðis að dálitlum trjálundi, utan við eldbjarmann. Hann kom nú til mín, og ég fór að skýra honum frá því í mestu rólegheitum. livað ég ætlaðist til, að hann gerði. Hann átti að koma að máli við nokkra af innbyggjurun- um. Ég skyldi borga þeim vel fyrir vikið. Þeir áttu að ganga til majórs- ins, hvíta mannsins þarna út frá, og segja honum, að það væri Ijón alveg á næstu grösum. Sjálfur átti Kolur aðeins að fylgja þeim af stað út í myrkrið og — svo .. . Það var ekki ég, sem talaði, held- ur allt annar maður — einhver ná- ungi, sem fór þess á leit við annan mann, að hann hjálpaði lionum til að öðlast það, sem hann sóttist eftir — þráði. Milli þessara tveggja manna var ekki lengur neitt óbrúað bil. Hér var ekki lengur hvítur maður að tala við hlökkumann, ekki liðsforingi og

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.