Samtíðin - 01.06.1956, Side 15

Samtíðin - 01.06.1956, Side 15
SAMTÍÐIN 11 undirmaður hans. Það var bara vit- skertur, bandóður maður, sem grát- bað svertingja að bjálpa sér að fremja morð ... Kolur skildi undir eins, hvað ég átti við Hann starði lengi á mig og kinkaði því næst kolli til samþykkis. „Það skal verða eins og þú mælir fyrir, berra,“ sagði liann. „Ég skal tala við nokkra þeirra og lieyra í þeim hljóðið, en ég er alveg sann- færður um, að þeir gera það, sem þú vilt, að þeir geri fyrir þig. Fylgdu iuér að kofanum þarna fyrir bandan og bíddu mín þar. Ég skal sækja þá, og þá geturðu gert þetta upp við þá sjálfur. Komdu, berra minn,“ sagði Kolur íbygginn og skaut upp á mig skyggnunum, sem glóðu í liitabeltis- myrkrinu. Það fór um mig gleði- skjálfti. Loksins — loksins áttu þá uiunadraumar mínir að rætast. Á morgun mundi Lísa verða mín. Sæluvíman fyrirmunaði mér að gera Uiun á réttu og röngu, heiðarleik og glæpamennsku. Niðurl. í næsta hefti. ——— #-------- Vrœtfir oröskviðir Ekki veldur sá, er varar. Enginn sér við öllum rökum. , Magran skyldi kaupa hest. Falls er von af fornu tré. Enginn ræður sínum næturstað. Erfitt verður þeim, er illa kann. DÖMUHATTAR og SKRAUTVÖRUR koma fram um hverja helgi. HATTABÚÐIN HULD, Kirkjuhvoli. (Erla Vídalín). Sími 3660. Ertu góð eiginkona? 1. Ertu sífellt að tala um gallana á manninum þínum, þegar þú ert í samkvæmi ? 2. Heldurðu áfram að nöldra við hann, eftir að hann hefur beðið þig afsökunar? 3. Ertu allan daginn að hugsa um eitthvert umkvörtunaiæfni, sem þú dembiryfir manninn þinn,þegarhann kemur heim, þó að hann kunni að vera dauðþreyttur? 4. Heldurðu áfram að þrátta við hann, þó að þú hafir sannað honum, að þú hafir alveg rétt fyrir þér? 5. Finnurðu alltaf að því við hann, að hann setji vindla- eða vindlinga- ösku um allt, þó að þú vitir, að hann gerir það óvart, en ekki af ásettu ráði ? 6. Ertu sí og æ að. kvarta undan því, að þú hafir of litla peninga til heimilisþarfa? 7. Ertu óþolinmóð að bíða eftir skoðunum hans á uppeldi barnanna? 8. Minnistu oft á gamlar ávirðing- ar hans? 9. Ertu ávallt minnug galla hans? 10. Ertu sannfærð um, að þú hafir alltaf á réttu að standa, þegar ykkur ber eitthvað á milli? 11. Ertu vön að vera sífellt að segja honum, hve mikið þú hafir gert fyr- ir hann? 12. Fyllir þú flokk þeirra kvenna, sem nota hvert tækifæri, þegar þær hittast, til að nöldra yfir körlunum sínum? EF ÞO SVARAR öllum 12 spurn-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.