Samtíðin - 01.06.1956, Síða 22
18
SAMTÍÐIN
menn andstæðingsins inni, setja þá í
kví. Þetta eigum við ekkert orð um
í íslenzku. Ein stutt skák skýrir orð-
ið betur en málalengingar, og hér
kemur hún.
Bogoljuboff — Danielsson
(tefld í Zoppot 1935).
1. eJj e6 2. dU d5 3. RcS Bbí Jj.
e5 c5 5. a3 cxdU 6. axbU dxcS 7. DgU
Hvítur býður upp á peðsfórn, sem
svartur gat reynt að þiggja með 7. —
cxb2 8. Bxb2 Db6.
7. ... g 6 8. Rf3 Dc7 9. Bd3 Rc6
10. 0—0 Rge7.
10. — Rxe5 11. Rxe5 Dxe5 12.
Bb5f er að vísu glæfralegt, en líklega ■
þó skárra en það framhald, er svart-
ur velur.
11. Hel Bd7 12. bxc3 0-0-0 13. b5
Rb8 1U. DbU Be8 15. Bg5 Hd7 16.
Hxa7 Db6 17. Ha8 Dd8 18. RdU h6
19. Bf6 Hg8 20. b6.
Svartur hefur flotið rakleitt að
feigðarósi, og nú er svo komið, að
hann á engan leik; hann hlýtur að
gjalda afhroð. Lið hans er í kví, sem
ókleift er að brjótast út úr. Lokastað-
an er áreiðanlega einnar myndar
virði:
Dulrænai*
smásögur
BRYNJOLFUR JÓNSSON frá
Minna-Núpi sagði betur sögur en
nokkur annar maður, sem ég hef
heyrt þreyta þá list. f návist hans
gleymdu börn og unglingar stað og
slund. Hann gat sagt sömu söguna
aftur og aftur, eins og hún væri ný.
Olli þvi virðing hans fyrir söguefn-
inu, tök hans á frásagnarstílnum og
meðfæddir hæfileikar.
M.F.A. hefur sent frá sér allstórt
rit: Dulrænar smásögur I—II eftir
Brynjúlf, og hefur dr. Guðni Jóns-
son séð um útgáfuna. Fyrri hluti rits-
ins er endurprentun á sagnasafni,
sem út kom á Bessastöðum 1907 og
vitanlega er löngu liorfið af bóka-
markaðinum. Seinni hluti ritsins hef-
ur liins vegar ekki verið prentaður
áður.
Eðli þessara sagna felst í heiti bók-
arinnar. Tegundarheiti sagnanna eru
sem hér segir: Berdjeymi, feigðar-
boðar, dáinna svipir, dulargáfur,
dular-tilbrigði, huldufólk, dular-dýr
(fyrri hluti), en í síðara lduta eru
auk þess: einkennilegir, óráðnir
draumar.
1 eftirmála kemst Br. J. svo að orði:
„Hver veit, nema það verði vísinda-
lega uppgötvað, að lieili manns hafi
frá náttúrunnar hendi fengið mót-
tökuáliald fyrir áhrif úr heimi leynd-
ardómsins, en að þetta áliald hafi
smám saman hætt að þroskast, af
því næringin liafi meir og meir dreg-
izt frá þvi til annarra áhalda heil-
ans, sem menntunin lagði rækt við.