Samtíðin - 01.07.1958, Side 11

Samtíðin - 01.07.1958, Side 11
SAMTÍÐIN / BUTTERICK nr. 8521 í stærðunum 12 20. — Skemmtileg;ur sumarkjóll úr baðmull, krep, þunnu ullarefni eða rayon. Snið fást lijá SÍS, Austurstræti og kaup- félögunum. að ganga með höfuðföt og vera í sokkum að sumarlagi. En eins og all- ir vita, gera margar stúlkur mikið að því að ganga þá berhöfðaðar og sokkalausar. Munið, að ekki er fal- legt að vera sokkalaus, nema fótlegg- ir séu fallega sólbrúnir. 'fc Þú verður að hjálpa henni SYSTIR skrifar: Einkasystir mín er 35 ára. Hún hefur alla tíð verið heima hjá foreldrum okkar, og þeir álíta orðið, að hún eigi alltaf að vera þar til að hjálpa þeim í stóru og smáu. Nú hefur liún kynnzt manni um fertugt, og þau eru mjög ástfang- in. En þá rísa foreldrar okkar upp og vilja hvorki heyra manninn né sjá. Systir mín má alls ekki koma lieim með hann, hvað þá meira. Ég er gift og hef leyft þeim að hafa stefnumót Iieima hjá mér. En nú liefur mamma komizt að því og ætlar alveg af göflunum að ganga. Iivað á ég til bragðs að taka, Freyja mín? SVAR: Þú verður að hjálpa systur þinni. Reyndu m. a. að telja foreldr- um ykkar liughvarf. Það lítur út fyr- ir, að móðir ykkar liafi ekki einungis glatað skynseminni, heldur liafi til- finningar hennar einnig komizt á ringulreið, hvað þetta snertir. Fólk má aldrei hugsa eingöngu um sjálft sig og hætta að taka tillit til annarra. Það hefnir sín, áður langt um líður. Ég vona, að foreldrar ykkar átli sig á þessu. — Þín Freyja. önnumst allar myndatökur bæði á stofu og í heimahúsum. STUDIO Laugavegi 30. Sími 19-8-49.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.