Samtíðin - 01.07.1958, Page 13

Samtíðin - 01.07.1958, Page 13
SAMTÍÐIN 9 steiktu tómötunum. Um leið og þetta er borið fram, er smábrytjaðri stein- selju og hvítlauk stráð yfir. Síðan er hleypt upp á feitinni á pönnunni og henni hellt yfir lifrina. HRÆRT SKYR MEÐ ÁVÖXTUM. — Skyrið er hrært með mjólk og sykri eftir vild, en niðursoðnar perur eða sveskjur síðan settar út í það. Hjómahland er horið með sem útálát. Gott er að setja vanillu-extrakt eða vanilludropa út í það. Draumaráðningar • GIGT. Það er venjulega fyrir góðri lieilsu, ef mann dreymir, að hann þjáist af gigt; þó er það til, að mönnum hætti þá við að fá kvef. • MÖLFLUGA. Ef þig dreymir þetta hvimleiða skorkvikindi, máttu búast við, að óheiðarlegur samstarfs- niaður þinn reyni að spilla fyrir þér. • ÖSKUR. Ef mann dreymir, að hann öskri éða veini, getur hann átt von á tilboði, sem varhugavert er að ganga að. Það boðar óhapp einlivers nákomins vinar þíns, ef þig dreymir, að þú heyrir annan mann veina. • LYGI. Það veit á illt, ef þig dreymir, að þú ljúgir sjálfum þér í vil. Hins vegar getur þú vænzt stuðn- ings vina þinna, ef þig dreymir, að þú skrökvir þeim til hagshóta. • FRÉTT. Það er eftirtektarvert, að fregn í draumi veit á þveröfugt í vöku. Raflagnir. — Viðgerðir. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. RAFTÆKJAVINNUSTOFA ÞORLÁKS JÓNSSONAR H.F. Grettisaötu 6- — Sími 14184. ♦ þAÐ ER SAGT: ♦ að enginn maður eigi að láta taka drauminn sinn frá sér. ♦ að geispi kunni að vera skortur á sið- fágun, en hreinskilni er hann. ♦ að ýmsir menn séu ágætir, ef við höfum ekkert saman við þá að sælda. ♦ að hjónaband sé hezta vörn gegn glæpum, geðveiki, fátækt og ó- eðlilega skjótum dauða. ♦ að ekki sé hálf ánægja að gera góð- verk nema aðrir viti um það. MÁTTUG ORÐ ♦ HAMINGJA, sem miðast við mann einan, er ekki til. — Thomas Merton. ♦ VIÐ LIFUM aðeins einu sinni, en ef við höldum vel á spilunum, er það næsta nóg. — Joe E. Lewis. ♦ ÉG ELSKA stundvísi, enda þótt hún hafi oft gert mig einmana. — E. V. Lucas. ♦ MENN IIAFA tíma til alls, sem þeir hafa áhuga fyrir. — Goéthe. ♦ EF ÞU vilt hafa yfir verulega háleit orð, þá farðu með Faðirvorið. — Napóleon mikli. Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 14. Símar 22870 og 19478.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.