Samtíðin - 01.07.1958, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN
15
inn kom Frank, bróðirinn með 300
dala niánaSárkaupið. „Frank, mig
langar til að biðja þig að skreppa
niður að liöfn og ná í farmskrána
yfir vörurnar í „()ceanic“,“ sagði
forstjórinn.
Eftir klukkutíma kom Frank aftur
með skrá, sem sýndi, að skipið var
ekki einungis með 2.000 selskinn,
heldur einnig með 500 bjóraskinn og
1.100 minkaskinn.
Forstjórinn studdi á hnappinn í
þriðja sinn, og inn kom Georg, 500
dala bróðirinn. Honum var sagt að
gera nákvæmlega það sama og bræð-
ur hans böfðu áður verið beðnir um.
Þrjár klukkustundir liðu, og ekki
kom Georg aftur. Það var búið að
loka skrifstofunni, en forstjórinn og
faðir bræðranna biðu samt eftir hon-
um. Loksins kom hann og sagði:
„Skipið er með 2.000 selskinn. Mér
voru boðin þau á 5 dali hvert, og ég
festi kaup á þeim með því skilyrði,
að þér féílust á það. Ég er búinn að
fá 7 dala tilboð í þau upp á væntan-
lega sölu í St. Louis og hef lofað að
síma þangað í fyrramálið og láta vita,
hvað við gerum. I skipinu fann ég
hka 500 bjóraskinn, sem við erum
ekki vanir að verzla með, en af því
að ég liafði tilboð í þess háttar skinn,
heypti ég þau og er búinn að selja
þau með 700 dala ágóða. Þarna voru
hka 1.100 afbragðs minkaskinn, en
af því að ég veit, að þér eigið alltaf
uóg af minkaskinnum, lét ég þau
alveg eiga sig.“
>,Þetta er prýðilegt, Georg,“ svar-
aði forstjórinn. Síðan sneri hann sér
uð föður piltsins og sagði: „Nú skilj-
ið þér, hvernig á þessu stendur?“
z)„ö^ Ijóðskáld
UTAN UR LÖNDUM berast fregn-
ir af „reiðum, ungum mönnum“, sem
senda frá sér skáldskap. Það er meira
en sagt verður um tvö ung Ijóðskáld,
er nýlega bafa sent frá sér fyrstu
bækur sínar hjá Helgafelli. Indig-
natio facit versum á sizt við um þá.
Öðru skáldinu, Reykvikingnum
.Mattbíasi Jóhannessen, hefur auðn-
azt að komast andlega heill undan
fargi 20 ára skólasetu, en hefur að
henni lokinni gerzt lifandi mennta-
maður, eins og blaðaviðtöl bans í
Mbl. sýna, en þau eru sem stendur
bezta blaðamennska sinnar tegundar
á Islandi.
Kvæðabók Mattbíasar, Borgin hló,
er fágað verk af l’art pour l’art toga
spunnin. Ort er á víxl stuðlað og lítt
stuðlað, og leynir sér ekki samúð
höfundar með síðara forminu, er
hlotið hefur hina furðulegu nafn-
gift atómkveðskapur hér á landi. Góð
ljóð með frjálsu rími eru Hörpuslátt-
ur og Blóm í júní. Stuðlaða kvæðið
um Jóhann Sigurjónsson er ort af
mikilli smekkvísi. Nj'stárlegasta yrk-
isefnið er hins vegar Jón biskup Ger-
reksson. Aldrei fór það svo, að lians
yrði ekki einnig minnzt í ljóði!
Matthías hefur í blaðamennsku
sinni sameinað getu menntamannsins
og skáldsins á óvenju frjóan bátt. Á
þeim vettvangi bíða hans heillandi
viðfangsefni. Engu skal hér um það
spáð, hvort hann muni senda frá sér
fleiri kvæðasöfn né hvort hann muni