Samtíðin - 01.10.1959, Page 7

Samtíðin - 01.10.1959, Page 7
8. blað 26. árg. IMr. 256 Október 1959 TÍMARIT TIL SKEMMTIJIMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð- ur Skulason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 55 kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld- umveitt mottaka í Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Er pað mttsíu manntján Wslendinya ? ÞAÐ ER ekki nema sjálfsagt, að ís- Ienzkt löggjafarvald hafi hliðsjón af er- lendri löggjöf, þegrar það er að setja lög. Hitt er Iakara, þegar það laetur þýða út- lend lög- og þröngvar þeim síðan upp á Islendinga, án þess að þau eigi við ís- lenzka staðhætti, eins og því miður hefur oft átt sér stað. Árið 1935 voru sett hér lög um, að op- inberir embættismenn eða starfsmenn í þjónustu ríkis, bæjar- eða sveitarfélaga eða stofnana, sem þau ráða yfir eða eiga, skyldu leystir frá störfum síniun, er þeir væru fullra 65 ára. Heimilt skyldi þó að láta menn, er þættu nógu ernir til líkama og sálar, halda störfum sínum til fullra 70 ára, en eldri mátti enginn gegna opin- beru embætti eða stöðu. (Aldursákvæðin náðu ekki tii ráðherra, alþingismanna né annarra opinherra fulltrúa, sem kosnir voru almennri kosningu né heldur þeirra sýslunarmanna, er ekki liafa sýslanina að aðalstarfi). Það sást brátt, hve þessi erlendu aldurs- ákvæði áttu hér illa við, því að eftir að- eins eitt ár (1. febr. 1936) var lögunum breytt. Og 11 árum seinna (1947) sáu menn orðið, hve hið lága 65 ára aldursá- kvæði var fáranlegt og hækkuðu það upp í 70 ár. Síðan eru liðin 12 ár, og enn hefur reynslan tjáð okkur, að þessum lögum þurfi að breyta. Sjötugur maður er í dag áþekkur fimmtugum manni fyrir nokkr- um áratugum. Valda því einkum stór- bætt lífssldlyrði þjóðarinnar, framfarir i heilbrigðismálum og því aukin heilsu- vernd. íslenzka ríkið ætti sjálfs sín vegna að láta fara fram vísindalega rannsókn á heilsufari og starfsgetu sjötugra embætt- ismanna sinna og leyfa síðan þeim þeirra, er þess óska, að lialda áfram störfum, ef ekkert er að þeim. Öðrum með minni starfsgetu ætti að fá auðveldari störf en þau, sem þeir hafa áður gegnt. Við lifum í landi, sem krefst miklu meiri mannafla en liér er til og oft meiri vitur- leiks og lífsreynslu en virðist einkenna opinberar athafnir á fslandi. En okkur hefur ekki lærzt að gernýta lilutina. Ár- lega fara hér forgörðum milljónaverð- mæti vegna þekkingarskorts, hirðuleysis og getuleysis. Tilfinnanlegast er þó að gernýta ekki vit og reynslu menntaðasta hluta þjóðarinnar, heldur varpa árlega fjölda manna með mikla ónotaða krafta í glatkistuna. Allir vita, að sú meðferð á vinnugefnum embættismönnum jafn- gildir stundum dauðadómi. Hið fáránlega lagaákvæði um 70 ára aldurstakmark ísl. embættismanna er orðið úrelt. Það er ómannúðlegt og skað- legt menningu þjóðarinnar og efnahag. Þetta er ekki einimgis stórmál hér á landi, heldur viðurkenna aldurssérfræðingar annarra þjóða það sjónarmið, sem hér hefur verið haldið fram, enda er það að komast á dagskrá víða erlendis. — Vin- saml. lesið greinina á bls. 14 hér í blaðinu.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.