Samtíðin - 01.10.1959, Page 15
SAMTÍÐIN
11
tl
ur
£A
'ncjiion,
VÍÐIVÖLLUM:
HUNDURINN HLUSTAR
★ SMÁBAGA
VIÐ SVANA vorum búin að vera
gift í nærri því 20 ár, og hjónaband
okkar liafði reynzt sæmilega farsælt
og snurðulitið. Ég vann alltaf utan
heimilisins, en Svana sá um allt
heima fyrir.
Við vorum harnlaus. Þrátt fyrir
margar ágætar ráðleggingar frá
lækni, hafði okkur ekki tekizt að
fjölga mannkyninu. Það höfðu orðið
okkur báðum mikil vonbrigði, einlc-
um í fyrstu, því að bæði höfðum við
þráð að eignast börn. En nú vorum
við löngu búin að sætta okkur við
þetta mótlæti eins og hverja aðra
óumbreytanlega ákvörðun örlag-
anna, sem ekkert þ>'ddi að tala um.
Hvorugt okkar bafði verið útsláttar-
samt um dagana, en það var lika það
eina, sem okkur var sameiginlegt;
að öðru leyti vorum við næsta ólík.
Svana var glæsileg kona, svo fög-
ur, að margir töldu bana enn með
fallegustu konum þorpsins, þó að
hún væri komin á fimmtugsaldur.
Mér þótti vænt um það.
Sjálfur var ég væskilmenni, ófríð-
ur og lítill fyrir mann að sjá. „Mein-
leysisræfill, sem heldur dræpist en
gera flugu mein“, heyrði ég fólkið
segja og þótti bölvað, þótt vera kynni,
að satt væri.
En við hjónin höfðum alltaf verið
hvort öðru trú um dagana. Að vísu
hafði það stundum hvarflað að mér,
þegar stelpurnar í fiskinum liöfðu
verið að gantast við mig, að gaman
væri nú að vita, hvort... En ég
skammaðist mín óðara fyrir þá til-
hugsun. Konan mín hyði ein heima
og treysti mér í blindni. Ég var líka
alltaf svo kjarklaus!
Svana fékk fá tækifæri, þó að mig
grunaði, að margur maðurinn . . . Ég
var alveg liandviss um, að hún var
mér dauðtrygg, enda liafði enginn
erfingi fæðzt. Margir liöfðu furðað
sig á því, að Svana skyldi liafa vilj-
að mig, og ég raunar líka. En svona
eru forlögin. í þeim hotnar enginn.
Oft urðu hjónahöndin farsælust,
ef hjónin voru sem ólíkust. Líklega
hafði það verið mesta gæfan okkar
Svönu í lifinu, live trú við vorum
hvort öðru, þrátt fyrir harnlaust
hjónaband.
Aldrei kom það fyrir, að Svana
ynni utan lieimilisins. Þess gerðist
heldur engin þörf. Mér var það leilc-
ur einn að vinna fyrir okkur háðum,
enda hafði ég alltaf næga vinnu,
jafnvel þótt lítið væri um atvinnu.
„Það er varla hætt við, að karl-
skrattinn fái ekki vinnu. Þeir geta
alveg liaft hann i vasanum. Þó svo
ég færi heim til konunnar hans og
svæfi hjá henni, mundi hann hara
skríða undir rúmið eins og fyrtinn
hundur og híða þar, þangað til mað-
ur væri búinn,“ sagði nágranni minn