Samtíðin - 01.10.1959, Side 16

Samtíðin - 01.10.1959, Side 16
12 SAMTÍÐIN hlæjandi. Hann var tröll að vexti og eftir því sterkur. Sannleikurinn var sá, að ég hafði úti allar klær til að útvega mér vinnu, því að mér leiddist að hanga aðgerðarlaus heima. Allt öðru má'li gegndi með Svönu. Henni leiddist aldrei, því að hún hafði blómin. Þegar liún var orð- in vonlaus um að eignast hörn, hafði hún fyrir alvöru slegið sér á blóma- rækt. Og ekki hefði hún getað hugs- að betur um hörnin en hún hugsaði um blómin, það er ég viss um, enda kannske ekki óskylt. En mér var allt- af hálfilla við þessi blóm. Þau fylltu gluggana og byrgðu allt útsýni. Svo fannst mér Svana meta þau jafnvel meira en mig. Allt öðru máli hefði verið að gegna, ef þetta hefðu verið börn. Þau hefðum við átt saman. ÞAÐ VAR kvöld eitt, er ég kom heim úr vinnu, að svartflekkóttur liundur sat fyrir utan svefnherberg- isgluggann okkar. Hann sperrti eyr- un, velti vöngum og hlustaði. Hvaða hundfjandi gat þetta verið, og livers vegna var liann að flækj- ast hér? Ég hafði aldrei séð hann áður. Andartak nam ég staðar og hlustaði. En ég heyrði ekkert. Jú. Var ekki verið að hvíslast á og kyssast innan við gluggann ? Ég hélt niðri í mér andanum og lagði við hlustirnar. Nei, ég heyrði ekki neitt. En livaða bannsettur hundur gat þetta verið? Sjálfsagt soltinn flækingshundur. Þeir voru til enn, soltnir flækingsliundar, jafnvel nú á timum. Liklega hafði Svava fleygt einhverju ætilegu út um gluggann til hans. Og svo beið hann bara eftir því að fá meira. — Eða hafði hann ef til vill heyrt í bannsettum kettinum, sem alltaf var að verða aðsópsmeiri innan húss? „Hvutti! Hvutti minn! kallaði ég vingjarnlega. Hundurinn leit ekki við mér, en hélt áfram að hlusta. Samt dinglaði hann rófunni örlítið, eins og hann væri að gefa mér í skyn, að hann liefði lieyrt til mín, en mætti alls ekki vera að því að sinna mér. Síðan fór ég inn. Ég varð dálítið hissa á því, hve Svava var óvenju ástúðleg við mig. Hún kallaði mig meira að segja elsku hjartað sitt og kyssti mig. Að visu varð ég að híða venju fremur lengi eftir matnum í þetta sinn. Hún þurfti alltaf svo langan tíma til að sinna blómunum sínum í hjónaherberginu, hlessunin. HALFUR MÁNUÐUR leið. Ég var að mestu hættur að veita hundinum athygli, þar sem liann sat alltaf á sama stað fyrir utan svefnherhergis- gluggann okkar, þegar ég kom lieim úr vinnunni. Ég var einnig farinn að venjast hlíðuatlotum konu minn- ar, sem mér þótti vænt um. En eitt fann ég á mér, að blómarækt hennar gerðist tímafrekari með degi hverj- um, því að alltaf varð ég að híða lengur og lengur eftir matnum. En þetta gerðist nú allt smátt og smátt, svo að maður veitti því naumast eft- irtekt. Maður vandist því. Ég var jafnvel farinn að líta á seinlæti Svönu sem sjálfsagðan hlut. Hún varð auð- vitað að hlúa að blessuðum hlómun- um, áður en liún kæmi til mín!

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.