Samtíðin - 01.10.1959, Side 17
SAMTÍÐIN
13
Én allt í einu sprakk blaðran.
Kvöld eitt, þegar ég kom með seinna
móti heim frá vinnu (ég hafði verið
að vinna með Gunnu í fiski uppi á
íshúslofti), mætti ég nágranna min-
um með hundinn.
„Hver á þennan hund?“ kallaði ég
æstur og horfði á mann og hund til
skiptis.
„Hvað er þetta, maður? Það er eins
og þú ætlir að éta bæði mig og liund-
inn með augunum! Veiztu ekki, að
ég á hundinn?“
„Átt ÞÚ þennan hund?“
„Já, er nokkuð einkennilegt við
það? Heldurðu kannski, að ég hafi
stolið honum?“
„Það er ekki nema mánuður, síð-
an ég sá hann fyrst.“
„Er það nokkuð undarlegt? Ég
fékk hann að sunnan fyrir réttum
mánuði."
Ég var dæmdur í tveggja ára fang-
elsi fyrir að misþyrma saklausum
manni og drepa hundinn hans.
Þegar ég kom út aftur, var Svana
orðin móðir! En þá var ég sendur
á Kviabryggj u til að vinna upp í með-
lag með krakkanum hennar Gunnu
í fiskinum!
Gesturinn: „Hvenœr byrjuðuð þér að
vinna?“
Þjónninn: „Fyrir rúmum klukku-
tíma.“
„Þá hafið það ekki verið þér, sem ég
Vantaði matinn hjá.“
ALLAR BÍLAVÖRUR
verður hagkvæmast að kaupa hjá
Kristni Guðnasyni
Klapparstig 25, — Sími 12314.
AUMINGJA MAÐURINN
MAÐUR er nefndur Jean Paul
Getty. Hann er sem stendur sagður
auðugasti maður heimsins. Hann er
olíukóngur og hefur kvænzt 5 sinn-
um. Eiginkonurnar hafa allar yfir-
gefið hann, af því að peningarnir
drápu ást þeirra. Sú seinasta var ung
leikkona, Louise Lynch að nafni.Hún
hljóp frá milljónaranum, af því að
hann hafði engan tíma til skipta sér
af henni — var aldrei heima.
Þessi mikli fjármálamaður er 64
ára gamall. Hann býr í París. Hann
kvað oftast vera í skrifstofu sinni,
einnig um belgar. Þegar hann kem-
ur heim á kvöldin, er hann venju-
lega of þreyttur til að geta talað við
nokkurn mann. Hann gefur konum
sínum allt, sem þær girnast: peninga,
skartgripi, pelsa o. s. frv.
Sjálfur hefur hann aldrei þorað að
fljúga, en á samt heilt flugfélag.
Hann á marga glæsilega veitinga-
staði, en borðar venjulega í litlu veit-
ingahúsi, sem er skammt frá skrif-
stofu hans. Hann gefur sér mjög
sjaldan tíma til að lyfta sér upp og
sést aldrei í hinu svo nefnda sam-
kvæmislífi.
Nú langar þennan mikla auðmann
til að kvænast í 6. sinn, og hann kvað
vera að svipast um eftir konu, sem
vill leggja það á sig að giftast auð-
kýfingi.
ÞÚSUNDIR kvenna og karla lesa
kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi
athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntun-
ina neðst á bls. 32 strax í dag, og við póst-
sendum yður blaðlð tafarlaust ásamt ein-
um eldri árgangi í kaupbæti.