Samtíðin - 01.10.1959, Side 21
SAMTÍÐIN
17
Hann varði öllum eignum sínum til
að ryðja lienni braut, og sjálf vann
María sleitulaust til að sýna lionum
og sanna, hvers virði liún væri. 1
14 stundir á dag æfði hún röddina
og megraði sig jafnframt allt hvað af
tók. Eftir að hún ávann sér söng-
frægð, reyndist lienni hins vegar auð-
velt að halda sér grannri.
Hún er hörð við aðra, en hefur
líka beitt sjálfa sig hörku. Það kost-
ar mikið viljaþrek og sjálfsafneitun
á flestum sviðum að ná þeim hátind-
um frægðarinnar, sem hún er nú
stödd á. Röddina hlaut hún í vöggu-
gjöf. Það vissu foreldrar hennar vel.
Móðir hennar var metnaðargjörn og
lét dóttur sína þræla óspart. Það hef-
ur María aldrei getað fyrirgefið
henni. Hún vill hvorki sjá hana né
hevra og hefur einnig lagt fæð á
systur sína, sem hún álítur, að alltaf
hafi verið tranað fram á sinn kostn-
að.
^ Allt hefur leikið á reiðiskjálfi!
MIKLAR SÖGUR ganga af hneyksl-
unum þeim, sem Maria hefur valdið
á helztu óperuleiksviðum heimsins.
Óvild hennar til Renate Tebaldi, að-
alkeppinauts hennar fyrir nokkrum
árum, deikli itölsku þjóðinni í tvær
andstæðar fylkingar, og allt lenti i
uppnámi. Fyrir nokkrum mánuðum
varð Rudolf Bing, forstjóri Metro-
politan-óperunnar í New Yorlc, að
gefast upp við að hagnýta sér krafta
Maríu. Hún átti að syngja aðalhlut-
verk hjá honum í byrjun þessa árs.
Samningurinn var undirritaður, en
á síðasta augnabliki hætti María
Callas við allt saman, af því að hún
fékk ekki að ákveða sjálf, hvað hún
ætti að syngja. Enn styttra er síðan
hún setti allt á annan endann í Scala
óperunni i Mílanó. Það var í miðri
örvinglunar-aríunni i „Sjóræningjan-
um“ eftir Bellini, að hún óð lengst
fram á sviðið og beindi söng sínum
beint upp í stúkuna, þar sem hinn
virðulegi, gráhærði forstjóri óper-
unnar, signor Antonio Ghiringelli,
sat. Allir, sem voru í leikhúsinu þetta
kvöld, vissu, að söngkonan var að
óvirða liann með aríunni. Daginn eft-
ir sagði hún blaðamönnum, að það
væri gott, að fólk hefði veitt því at-
hygli. Þetta hefði hún ætlað sér. Hún
kvaðst ekki ætla að syngja framar i
La Scala, meðan Ghiringelli sæti þar
í forstjórastóli.
María Callas á sér viðhafnarmikið
heimili við Via Buonarotti i Mílanó.
Þar getur að líta fegurstu muni
hvaðanæva úr veröldinni. Eldhús
hennar er búið öllum ameriskum
þægindum og rafmagnstækjum.
Maður hennar segir, að hún sé snill-
ingur við að búa ti'l mat, en því mið-
ur hefur hún sjálf engan tíma til að
annast eldamennskuna á heimilinu.
Og nú heyrist, að þau hjónin séu
skilin!
★
Námsstjóri hafði komið í skóla og
flutt þar drepleiðinlegan fyrirlestur um
ósköpin öll af vandamálum. Á eftir
skyldi svarað fyrirspurnum.
Fyrsta fyrirspumin úr hópi nemend-
anna var: „Hvað skyldi klukkan nú
eiginlega vera orðin?“