Samtíðin - 01.09.1960, Page 17

Samtíðin - 01.09.1960, Page 17
SAMTÍÐIN 13 lienni í einlægni. Hún komst ekki hjá því að veita því eftirtekt, hve kápan hennar var Ijót og ósmekkleg og hárliðunin göm- ul og rytjuleg. „Ég ætti nú að hita súkkulaði handa henni,“ hugsaði hún, framvegis minnug Sigríðar frænku. En það varð samt ekki af því. Það var eins og hvorug systranna vissi, hvað hún ætti að segja, enda þótt þær skiptust á orðum. En svo fór Anna að tala um eldri telpuna sína, sem bráð- um átti að ferma. Hana langaði til að bjóða einhverjum kunningjum við það tækifæri. Það hafði aldrei verið hægt að gera neitt fyrir hana, aumingjann litla, °g hún væri farin að vera svo mikið úti. Anna þagnaði snögglega. Úti hafði dregið fyi'ir sólina, og stórir og þungir regn- dropar féllu öðru hverju. „Vantar þig eitthvað fyrir þessu, Anna 'uin? Ég get vel lánað þér,“ hauð Lilla. Sambúðin hafði náð yfirtökunum í huga hennar. Henni fannst systir sín ekki eins uæfilsleg lengur, enda hafði nú létt vfir henni. >,Þú getur ímyndað þér, hvað okkur þætti vænt um þetta. Það hefur aldrei verið neitt fyrir hana gert, litla greyið. Og nú er ekki Brói til að líta eftir henni. Hún kinkaði kolli við ljósmynd af bróð- Ui' þeirra, stækkaðri i gylltum ramma. IJað var laglegur, harðleitur piltur. Hann hafði horfið af skipi í erlendri höfn fyr- U' rúrnu ári. — einhvers staðar langt suð- Ul' frá. Enginn vissi, hvort liann var lifs eða liðinn. Lilla leit einnig snöggvast á uiyndina, en síðan fljótt af henni aftur. Þó henni þætti vænt um Bróa, geðjaðisl henni eklci að þessari mynd. Það var eins °g hann væri að lilæja bak við glerið. hað var einhver ögrandi kaldhæðni í svipnum. Brói leit hlutina oftast öðrum augum en þau liin. >>Ef þú lieldur, að Jósep segi ekkert við l)ví,“ heyrði hún Önnu segja. Hún hafði víst sagt eitthvað fleira, sem Lilla liafði ekki telcið eftir. „Við þvi? Nei, Jósep er ekki nízkur.“ „Nei, almáttugur, ég átti nú ekki við það. Mér hefur alltaf fundizt hann Jósep svo dásamlegur. Þú hefur verið heppin, Lilla.“ „Já, en auðvitað getur alls staðar verið eitthvað að,“ anzaði Lilla dræmt. Systir hennar leit á hana með nokkurri furðu. „Mér finnst fólk hljóti að vera ánægt, þegar það getur lifað svona — svona áhyggjulausu lífi.Ef þú ættir að fara að lifa núna eins og i gamla daga ■— mundir þú vilja það?“ „Nei, það mundi ég vist ekki,“ svaraði Lilla og hló við. „Viltu annars ekki kaffi, Anna mín?“ hætti hún við. ÞEGAR Anna var farin, stóð systir hennar lengi við útidyrnar og horfði á, hvernig regnið myndaði smám saman polla. Og hún liugsaði um bróður sinn, sem var horfinn, um litlu stúlkuna, hana systurdóttur sína, sem var farin að vera mikið úti, og um Önnu, sem átti ekki neitt. Og hún öfundaði þau öll, af því að þau losnuðu við sjálfsfyrirlitninguna, þessa heisku tilfinningu þess, sem lifir i draumum, sem hann hefur aldrei kjark til að breyta i veruleika. Henni datt i hug að fara út að ganga. Rigningin var svo fersk. En við nánari athugun kaus hún heldur að vera lieima og ljúka við fram- haldssöguna i vikuritinu. Jósep ætlaði lika að liringja og segja henni, hvort þau fengju nýja bílinn fyrir páskana. Höfum ávallt fyrirliggjandi allan ferða- og skíðaútbúnað. Austurstræti 17. Sími 13620.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.