Samtíðin - 01.09.1960, Síða 18
14
SAMTÍÐIN
m
'ulntenni
21
Saráttutnaiurim,
ORDE WINGATE
herýcrihefi
ÞAÐ BRANN alltaf eldur úr augum
lians. Grannur, beinalier líkaminn og
fjaðurmagnað göngulagið minntu á rán-
dýr, sem læðist þreytulega, en hungrar þó
stöðugt í næstu hráð. Hann virtist þrá lier-
mennskuna með svipaðri ástríðu og á-
hættuspilarinn spilahorðið, knúinn af ör-
lagavaldi, sem annaðhvort beindi honum
upp í hæðir mikilleikans eða steypti lion-
um niður í ógæfudalinn.
Alll ævistarf Wingates var að hans
áliti hatrömm barátta við fjandsamleg
öft. Hann varð aðeins 41 árs, og á þeirri
stuttu ævi yfirskyggði frægð herforingj-
anna Montgomerys, Wavels, Sjúkóvs,
Pattons og Ronnnels afrek lians. En í
hæfilegri fjarlægð gleymir sagan ekki
jafn sérkennilegum baráttumanni. Og
Winston Churchill kunni að meta hæfi-
leika Wingates, því að hann minntist
hans nýlátins í þingræðu með þessum
orðum: „Hann var hugvitssnillingur og
hefði getað orðið að miklum notum.“ Því
er eðlilegt, að menn spyrji: Hvers vegna
rann ævistarf lians út í sandinn?
Metnaður ungs manns
AFI WINGATES var trúboði meðal
Gvðinga í Ungverjalandi, en faðir hans
landsherforingi, er gerðist hreintrúar-
maður og gekk í söfnuð Plymouth-
bræðra. Hann fórnaði sér fyrir börnin sin
sjö og trúboðsstarf sitt í Norður- og Mið-
Afríku og Mið-Asíu og naut tilstyrks
hraustrar og atorkusamrar konu sinnar.
Orde Wingate var ungum haldið mjög
að lexiulestri á virkum dögum og biblíu-
leslri á helgum. í bernsku var hann á-
þekkur öðrum drengjum, aðeins ófram-
færnari en gerist. Hann lærði heila kafla
úr biblíunni utan bókar og varð sjálf-
kjörinn foringi svstkina sinna í drauma-
ríki, sem þau skópu sér. Þessi foringja-
tign mólaði hugarfar lians alla ævi. Kom
það m. a. fram, er hann lijálpaði Eþíópíu-
keisara með Gídeon-liðssveit sinni til að
sigrast á ítölum. Wingate vildi, að Haile
Selassie riði hvítum Iiesti á sigurför sinni
inn í Addis Abeba. En þegar keisarinn
vildi heldur aka í ítölskum bíl, xæið Win-
gate fáknum sjálfur í. fararbroddi liðs
sins.
Skólabræður Wingates minnast hans
sem fremur óásjálegs drengs, er alltaf
fór í kirkju, þegar þeir fóru í knatt-
spyrnu. Siðan lauk hann burtfararprófi
frá Woohvich-herskólanum. Svo örðugt
hafði hann átt með að þýðast heraga skól-
ans, að hann var dæmdur til að ganga
nakinn svipugöngin milli raða eldi’i nem-
enda, er stóðu vopnaðir liandklæðum