Samtíðin - 01.11.1962, Qupperneq 12
8
SAMTÍÐIN
Nýjasta Parísargreiðslan.
Spyr um mittismál o. fl.
ÁSTA, 15 ára, sem er 162 cm á hæð,
spyr, hvaða mál hún eigi að hafa um mitti,
brjóst og mjaðmir.
SVAR: Mittismál: 59,5 cm, mjaðmamál:
87 cm. Brjóstmál á að vera gildleiki úln-
liðar margfaldað með 6.
'A' Of magamikil
BILLA, 10 ára, kvartar um, að hún sé
of magamikil og biður um ráð.
SVAR: Hafðu engar áhyggjur af þessu.
Þú hlýtur að grennast við 13—14 ára ald-
urinn. Ef þú ert mjög matlystug, skaltu
ncita þér um það, sem er fitandi. Lærðu
að synda og iðkaðu leikfimi. Nuddaðu dag-
lega á þér magann með bursta eða grófu
handklæði.
Kjörréttir mánaðarins
Kálfa-kótelettur með belgbaunum og
kartöflumauki. •— Veltið kótelettunum
upp úr eggi og brauðmylsnu og brúnið
þær í smjöri. Hellið örlitlu sjóðandi
vatni á pönnuna og látið þær sjóða 10—
15 mín.
Belgbaunirnar eru lagðar i bleyti.
Suða er látin koma upp á þeim, en síðan
eru þær látnar bíða undir loki, þar lil
þær eru framreiddar. Þá er soðinu hellt
af þeim og það geymt til hragðhætis, t.
d. í súpu.
Ilellið soðinu af kartöflunum, sem
mega ckki vera ofsoðnar. Setjið smjör,
sykur, salt og smábrytjuð hvítlauksrif
út í pottinn, merjið allt þetta síðan sam-
an með gaffli (karlöflurnar skulu vera
með hýðinu). Bætið mjólk út í eftir yild.
EFTIRMATUR: Melóna, stór eða lítil
eftir þörfum, er skorin slétt i annan end-
ann, svo að liún geti staðið í skál, en lok
er skorið af henni í hinn endann. Síðan
er ávöxturinn pældur upp úr henni með
skeið, en hann síðan látinn vera kyrr i
berkinum. Svo er lokið sett á og melón-
an kæld, ef unnt er. Gott er að hafa í
henni niðursoðin jarðarher, og skal þá
hera hana inn loldausa, því að fallegt er
að sjá rauð jarðarberin í melónunni-
Sykrist eftir vild.
Prjónamynztur
Prjón
1. umf. r., 2. umf. r., 3. umf. 2. r., 2 óprj.
eins og br. 4 umf, = 3. umf. endurt. hessar
4 umf. endurt.