Samtíðin - 01.11.1962, Page 25

Samtíðin - 01.11.1962, Page 25
SAMTÍÐIN 21 Gömul stef í nýjum búningi Þólt skáktækninni fari stöðugt fram °g fleiri tefli nú vel en nokkrn sinni fyrr, niá enn sjá góða menn stranda á gam- alkunnum skerjum. Hin gömlu stef skákarinnar um varnarlausan kóng andspænis leiftursókn fáliðaðra vikinga heyrast enn kveðin, nýir tímar skapa ný form, en innihaldið er hið sama og fyrr. Svo er um þær tvær smáskákir, er hér fara á eftir. Sú fyrri er tefld á IBM skákmóti í Hollandi nú í sumar, og þar gerast hvítu riddararnir all harðleiknir Vlð kóng svarts og drottningu, enda hafa þeir góðan stuðning af hvítu drottning- nnni. Síðari skákin er tefld austur í Moskvu, og þar stingur gamaldags lieima- skítsmát allt í einu upp kollinum og kostar svarta herinn heilan mann. Hennehei’ke Dunkelblum (Holland) (Belgía) 1. cUi Rf6 2. c'i e6 3. Rf3 (15 k. Rc3 c5 5■ e3 Rc6 6. a3 cxd'i 7. exd'i Be7 8. Bcj5 (í*cA 9. Bxck 0-0 10. 0-0 b6 11. Dd3 Bb7 12- Hacll Hfe8 13. Hfel Rd7? lk. d5! ;h'5 15. Dc2! exd5 16. Rxd5 Bxg5 17. /7-Te8f Dxe8 18. Rxg5, og svartur gafst llPp> því að hann getur ekki leikið g6 Vegna Rf6f. Hins vegar liótar hvítur niáti og það verður eigi hindrað nema 111 eð mannsfórn. Svartur er í ótrúlega slaemri klípu eftir 14. d5 (14. -— Bxg5 f5. dxe6!). Aronin Kantowícz Moskva 1960 1. ch c5 2. Rf3 g6 3. c3 b6 k. dh Bb7 5. Bck d5 Eftir 4. — Bxe4 vinnur hvítur peðið afl- ur með góðri stöðu: 5. Bxf7f og 6. Rg5f. 6. exd5 Bxcl5 7. Da'ij Bc6 8. Re5! Nú hótar hvítur máti á f7, svo að svartur má ekki vera að því að taka drottninguna. Hann verður því að valda biskupinn, en þá vinnur hvítur mann: 8. — Dc7 9. Rxc6 Rxc6 10. d5, eða 9. — Dxc6 10. Bh5. Svartur gafst því upp. Allt í lagi, lagsi BÓNDI nokkur gekk eftir þjóðvegi. Hann var með byssu um öxl og liund við lilið sér. Allt í einu kom bill á fleygi- ferð. Hundurinn asnaðist beint fyrir hann og beið samstundis bana. Bílstjórinn snarstöðvaði vagninn, rétti bóndanum þúsund krónur og sagði: „Gerið þér yður ánægðan með þessar bætur?“ Bóndi ^takk á sig peningunum og sagði: „Allt í lagi, lagsi. Ég ætlaði að fara að skjóta hann hvort eð var.“ Ekki í sömu mynd TVEIR MENN ræddu um endurholdg- un og voru mjög ósammála. „Heldurðu þá, að maður geti endur- fæðzt í allra kvikinda líki?“ spurði sá vantrúaði. „Já.“ „Gæti ég þá t. d. orðið einhver hölv- aður ormur á næsta tilverustigi?“ „Nei, menn fæðast ekki aftur i sömu mynd.“ Hún: „Þú sagðir mér, að þú ætlaðir að liitta tannlækninn þinn i gær og varst svo bara í tennis!" Hann: „Já, ég lék á móti homim."

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.